spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaThe Grind with Gunnar Nelson: 1. þáttur

The Grind with Gunnar Nelson: 1. þáttur

Gunnar Nelson er kominn til Danmerkur þar sem bardagi hans við Gilbert Burns fer fram. Fyrsti þátturinn í videobloggi Mjölnis fyrir bardagann er kominn á sinn stað.

Gunnar Nelson átti langar æfingabúðir fyrir bardagann í Danmörku. Gunnar byrjaði æfingabúðirnar hér heima en fór svo til Írlands í rúman mánuð áður en hann kláraði æfingabúðirnar á Íslandi. Í þættinum er kíkt á bakvið tjöldin í æfingabúðunum síðustu vikurnar fyrir bardagann.

Gunnar fékk til sín „striking“ þjálfarann Jorge Blanco en sá hefur unnið með mönnum á borð við Georges St. Pierre, Rashad Evans, Michael Bisping og fleirum. Gunnar hefur lagt meiri áherslu á standandi viðureign fyrir þennan bardaga heldur en fyrir síðustu bardaga.

Gunnar hefur haldið áfram að vinna með Unnari Helgasyni fyrir styrktar- og þrekþjálfun sína en í upphafi æfingabúðanna var lögð aukin áhersla á styrk. Nánar má forvitnast um æfingabúðirnar frá Gunnari, Jorge og Unnari í The Grind.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular