spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞjálfari Jorge Masvidal með kórónaveiruna

Þjálfari Jorge Masvidal með kórónaveiruna

Einn helsti þjálfari Jorge Masvidal, Mike Brown, er með kórónuveiruna. Brown verður því ekki í horninu hjá Masvidal á laugardaginn.

Jorge Masvidal mætir Kamaru Usman í aðalbardaganum á UFC 251 á laugardaginn. UFC 251 fer fram í Abu Dhabi og gat þjálfarinn Mike Brown ekki flogið til Abu Dhabi í gær.

Brown greindist með kórónaveiruna þegar hann kom til Las Vegas og var því ekki heimilað að fara til Abu Dhabi. Brown er einn virtasti þjálfarinn í MMA heiminum í dag og er hann gríðarlega svekktur að geta ekki verið í horninu hjá Masvidal á laugardaginn.

Kórónaveiran er ansi skæð í Flórída þessa dagana en þar er bæði American Top Team og Sanford MMA. Gilbert Burns æfir hjá Sanford MMA en hann fékk kórónaveiruna og gat ekki mætt Usman um helgina eins og til stóð. Liðsfélagi Burns, Aung La N Sang, er einnig með veiruna en hann berst hjá ONE Championship. Hjá American Top Team hafa þeir Pedro Munhoz, Gabriel Oliveira og nú Brown allir greinst með veiruna.

Jorge Masvidal hefur farið í tvær skimanir fyrir veirunni og ekki greinst með veiruna. Masvidal verður með þá Paulino Hernandez, Jesus Gallo og Abraham Kawa í horninu á laugardaginn en óvíst er hver verður fjórði hornamaðurinn á þessari stundu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular