Þrír Íslendingar keppa í Mauy Thai í dag í Svíþjóð á bardagakvöldi er kallast Källarträffen goes Gympasal.
Þórður Bjarkar, Adrian Drążkiewicz og Jakub Sebastian Warzycha koma allir frá VBC MMA í Kópavogi. Þeir eru allir í fanta formi og hafa lagt mikið í undirbúningin fyrir bardagana undanfarnar vikur.
Þórður Bjarkar vann nú seinast sinn flokk á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum en þar áður fór hann einmitt í Varberg höllina í Svíþjóð og keppti þar í Muay Thai. Sú ferð fór í reynslubankan þar sem hann tapaði gegn mjög reyndum andstæðing.
Þórður keppti þar í Semi-Pro (einnig kallað B-flokkur) rétt eins og í kvöld en nú hafa verið gerðar breytingar á reglunum í þeim flokki varðandi leyfileg högg. Nú er leyfilegt að gefa hnésspark í höfuð og olnbogar eru líka leyfðir.
Þórður mun keppa gegn Nikolas Bryant sem hefur verið iðinn við kolann í MMA og hefur þar sigrað fimm bardaga og tapað tveimur. Hann hefur einnig verið að berjast í sparkboxi og Muay Thai en bardaginn fer fram í -61 kg flokki.
Jakub Sebastian keppir í -71 kg flokki og í C-flokki. Andstæðingur hans heitir Karl Simonsen og kemur frá Noregi.
Adrian keppir í -81 kg flokki og sá bardagi er einnig í C-flokki. Andstæðingur hans kemur frá Malmö Muay Thai en þeir eru þekktir fyrir að senda frá sér efnilega og góða bardagamenn. Andstæðingur hans er Svíi að nafni Peter Petersson.
Mótið er alþjóðlegt og á meðal Íslendinga verða einnig pólskir, grískir, rorskir og sænskir bardagamenn. Herlegheitinn byrja klukkan 12 í dag og verða hvorki meira né minna en 26 bardagar á boðstólnum.
Þjálfari strákanna, Kjartan Valur Guðmundsson, verður með Snapchat MMA Frétta í dag. Það hvílir mikið á herðum hans í dag en hann mun sýna eitthvað frá aðdraganda bardaganna.