spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞorgrímur með sigur eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu - sjáðu bardagann...

Þorgrímur með sigur eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu – sjáðu bardagann hér

Þorgrímur Þórarinsson átti heldur betur frábæra frumraun í MMA í kvöld. Þorgrímur sigraði eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu.

Þorgrímur mætti Dananum Ola Jacobsson (2-2 fyrir bardagann) í veltivigt. Þorgrímur byrjaði strax vel og náði nokkrum góðum spörkum og mjög góðri beinni hægri snemma í lotunni. Þorgrímur pressaði Jacobsson upp við búrið þar sem hann lét hann finna fyrir hnéspörkum áður en hann tók Danann í gólfið. Þar var hann með nokkur þung högg í gólfinu og lét hann finna vel fyrir því áður en lotan kláraðist. Yfirburðir í 1. lotu.

Önnur lotan var nokkuð svipuð og sú fyrsta. Eftir skamma stund standandi náði Þorgrímur góðri fellu og komst fljótt í yfirburðarstöðu. Þar lét hann höggin dynja á honum og sigraði með tæknilegu rothöggi í 2. lotu.

Frábær frumraun hjá Þorgrími en þetta var hans fyrsti MMA bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular