spot_img
Sunday, November 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞriðji titilbardaginn bætist við UFC 259

Þriðji titilbardaginn bætist við UFC 259

Það verða þrír titilbardagar á dagskrá á UFC 259 í mars ef marka má ESPN. Þeir Petr Yan og Aljamain Sterling berjast um bantamvigtartitilinn.

Upphaflega áttu þeir Petr Yan og Aljmain Sterling að mætast um bantamvigtartitilinn í desember. Yan var hins vegar í vandræðum með að fá vegabréfsáritun í Bandaríkjunum og var bardaganum frestað.

Yan hefur fengið leyst úr sínum málum eins og hann greindi frá á Twitter á dögunum.

Yan er ríkjandi meistari en hann varð meistari með sigri á Jose Aldo í sumar eftir að Henry Cejudo lét beltið af hendi.

6. mars fer UFC 259 fram og er þetta þriðji titilbardaginn sem er settur á bardagakvöldið. Israel Adesanya mætir Jan Blachowicz um léttþungavigtarbeltið og Amanda Nunes mætir Megan Anderson um fjaðurvigtarbelti kvenna.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular