0

Þriðji titilbardaginn bætist við UFC 259

Það verða þrír titilbardagar á dagskrá á UFC 259 í mars ef marka má ESPN. Þeir Petr Yan og Aljamain Sterling berjast um bantamvigtartitilinn.

Upphaflega áttu þeir Petr Yan og Aljmain Sterling að mætast um bantamvigtartitilinn í desember. Yan var hins vegar í vandræðum með að fá vegabréfsáritun í Bandaríkjunum og var bardaganum frestað.

Yan hefur fengið leyst úr sínum málum eins og hann greindi frá á Twitter á dögunum.

Yan er ríkjandi meistari en hann varð meistari með sigri á Jose Aldo í sumar eftir að Henry Cejudo lét beltið af hendi.

6. mars fer UFC 259 fram og er þetta þriðji titilbardaginn sem er settur á bardagakvöldið. Israel Adesanya mætir Jan Blachowicz um léttþungavigtarbeltið og Amanda Nunes mætir Megan Anderson um fjaðurvigtarbelti kvenna.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.