Friday, March 29, 2024
HomeErlent2.000 áhorfendur á næsta bardaga Conor - strax uppselt

2.000 áhorfendur á næsta bardaga Conor – strax uppselt

Það verða 2.000 áhorfendur á UFC 257 eftir tvær vikur. Miðarnir seldust hratt upp en þetta verður fyrsta bardagakvöld UFC með áhorfendum síðan í mars.

UFC verður með þrjú bardagakvöld í næstu viku í Abu Dhabi:

16. janúar – UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar
20. janúar – UFC Fight Night: Chiesa vs. Magny
23. janúar – UFC 257

Áhorfendur verða viðstaddir bardagakvöldin þrjú en miðarnir fóru í sölu í vikunni. Strax er orðið uppselt á UFC 257 þar sem Conor McGregor mætir Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins. UFC hefur ekki haft áhorfendur á bardagakvöldum sínum síðan í mars þegar heimsfaraldurinn hófst.

Bardagakvöldin fara fram í Etihad Arena sem tekur um 18.000 áhorfendur en til að tryggja fjarlægðarmörk verður einungis 2.000 áhorfendum hleypt inn. Allir verða hitamældir við innganginn og eru miðahafar beðnir um að mæta um 90 mínútum áður en kvöldið hefst til að gangast undir öryggis- og heilsueftirlit.

Nokkrir miðar eru í boði fyrir bardagakvöldin þann 16. og 20. janúar en miðarnir á UFC 257 seldust fljótt upp. Ódýrustu miðarnir á UFC 257 voru á 27 þúsund krónur en þeir dýrustu á 174 þúsund.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular