Þriðjudagsglíman í þessari viku er frá Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ sem fór fram um síðustu helgi. Glíman var í aldursflokki 15-17 ára á milli Böðvars Tandra Reynissonar (Mjölnir) og Kristófers Þórs Péturssonar (Mjölnir). Kristófer er í bláum buxum. Skemmtilegt er að sjá hve tæknilegir iðkenndur eru þrátt fyrir ungan aldur. Áhugasamir um að sjá fleiri glímur frá mótinu geta nálgast þær á Youtube-stöð Helga Rafns Guðmundssonar. Helgi hefur verið mjög iðinn við að hlaða inn á internetið myndböndum frá keppnum í bardagaíþróttum á Íslandi. Horfið og njótið!
Latest posts by Pétur Jónasson (see all)
- Þriðjudagsglíman: Kári Gunnarsson greinir glímu Marcelo Garcia og Gianni Grippo - August 5, 2014
- Glímugreining: Helgi Rafn Guðmundsson - July 30, 2014
- Kári Gunnarsson: „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður” - June 25, 2014