spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrír Íslendingar keppa á Evrópumótinu í BJJ

Þrír Íslendingar keppa á Evrópumótinu í BJJ

bjj european open 2016Þrír Íslendingar keppa á Evrópumótinu í brasilísku jiu-jitsu sem fram fer þessa dagana. Mótið er gríðarlega stórt og fer keppnin fram á fimm dögum.

Þau Eiður Sigurðsson, Hafdís Vera Emilsdóttir og Aron Elvar Jónsson eru einu Íslendingarnir sem skráðir eru til leiks í ár. Þau keppa öll undir merkjum Mjölnis en nú þegar hefur Aron Elvar lokið keppni.

Aron keppti í dag í -76 kg flokki blábeltinga og átti mjög góðan dag í risastórum flokki. 99 keppendur voru skráðir til leiks og tókst Aroni að sigra fyrstu þrjár glímurnar sínar. Aron þurfti að lokum að lúta í lægra haldi gegn Kassimov Osmanzhan frá Kasakstan.

Á morgun, fimmtudag, mun Eiður Sigurðsson keppa í -88,3 kg flokki fjólublábeltinga. Eiður varð Íslandsmeistari í -88,3 kg flokki í desember í fyrra og er einn af betri glímumönnum þjóðarinnar. Hann mætir Kaynan Casemiro Duarte frá Atos Jiu-Jitsu í fyrstu glímu. 39 keppendur eru í hans flokki og verður gaman að fylgjast með honum á morgun.

Hafdís Vera Emilsdóttir keppir í -69 kg flokki blábeltinga, 30-36 ára kvenna. Hún mun keppa á föstudaginn en 12 keppendur eru skráðir í hennar flokk. Hún mun mæta Marie Wilson frá Combat Base UK í hennar fyrstu glímu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular