spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞúsundþjalasmiðurinn Joe Rogan

Þúsundþjalasmiðurinn Joe Rogan

Joe-RoganUFC lýsandinn Joe Rogan er vinsælasti lýsandinn í MMA í dag og er erfitt að ímynda sér UFC án hans. Rogan er svo sannarlega þúsundþjalasmiður en auk þess að lýsa stærstu bardögunum í UFC er hann uppistandari, leikari og þáttastjórnandi.

Joe Rogan er mikill aðdáendi bardagaíþrótta og hefur stundað bardagaíþróttir um langt skeið. 15 ára hlaut hann svart belti í tækvondó en hann var sigursæll á tækvondó mótum í Bandaríkjunum. Hann var til að mynda ríkismeistari fjögur ár í röð í Massachusetts og sigraði sinn flokk (léttvigt) á US Open Tae Kwon Do meistaramótinu. Á sama móti sigraði hann einnig opinn flokk þar sem hann sigraði m.a. þungavigtarmeistarann og millivigtarmeistarann.

Hann virðist hafa engu gleymt í tækvondó en í hlaðvarpi Joe Rogan, The Joe Rogan Experience, talar Rogan oft um þegar hann sýndi þáverandi veltivigtarmeistaranum Georges St. Pierre hvernig eigi að gera “turning side kick”. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þá tvo æfa þetta spark saman.

Eftir að hann hætti í tækvondó tók Rogan nokkra sparkbox bardaga en á endanum hætti hann því þar sem hann vildi ekki fá fleiri höfuðhögg. Hans helsta ástríða í dag er aftur á móti brasilískt jiu-jitsu þar sem hann er svart belti. Einn af hans nánustu vinum er BJJ þjálfarinn Eddie Bravo en saman deila þeir dálæti sínu á marijúana reykingum og óhefðbundnum uppgjafartökum.

Rogan hefur verið aðal lýsandi UFC ásamt Mike Goldberg í fjölda ára. Hann byrjaði hjá UFC í viðtölum baksviðs á UFC 12 árið 1997. Síðar varð hann lýsandi og eiga margir erfitt með að ímynda sér annan lýsa risabardögum heldur en Joe Rogan.

Joe Rogan er með mörg járn í eldinum en auk þess að vera með sitt eigið hlaðvarp og að lýsa UFC er hann vinsæll uppistandari. Hann var einnig þáttastjórnandi Fear Factor þegar sú þáttaröð var og hét og hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann lék í einum þætti af gamanþættinum Just Shoot Me svo dæmi sé nefnt en hér að neðan má sjá hans atriði í þættinum.

Hlaðvarpið hans getur oft verið gríðarlega áhugavert fyrir bardagaaðdáendur en hann hefur fengið til sín bardagamenn á borð við Rory MacDonald, Ian McCall, Georges St. Pierre svo dæmi séu nefnd og saman spjalla þeir í þrjá klukkutíma um allt milli himins og jarðar. Í hlaðvarpinu er hann líka ófeiminn við að viðurkenna neyslu sína á sterum. Hann hefur opinberlega lýst því yfir að hann neyti HGH (Human Growth Hormone) og TRT (Testosterone Replacement Therapy) en finnst það í lagi þar sem hann er hvergi að keppa. Þessi 47 ára skemmtikraftur notar efnin til að viðhalda líkama sínum betur meðfram stífum æfingum.

Rogan var nýlega spurður út í hvort hann myndi vilja mæta fjölbragðaglímukappanum C.M. Punk þegar hann mætir í UFC. Rogan var fljótur að þvertaka fyrir það og var svar hans nokkuð skemmtilegt.

Screen Shot 2014-12-16 at 20.09.38

Ljúkum þessari grein um Joe Rogan með skemmtilegu broti úr uppistandi hans þar sem hann gerir grín að Fear Factor þáttunum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular