Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaKæran á hendur UFC opinberuð

Kæran á hendur UFC opinberuð

Zuffa-LogoÍ gær voru ákærur á hendur UFC kynntar á blaðamannafundi í Kaliforníu. Cung Le, Nate Quarry og Jon Fitch eru meðal þeirra sem eru á bakvið kæruna og stórar lögmannsstofur en hvað felst í kærunni?

Málssóknin snýr að einokun UFC á MMA markaðnum og mun sennilega ráðast á því hvort UFC hefur byggt upp löglega öflugt fyrirtæki eða hvort þeir hafi kramið samkeppnisaðila með ósanngjörnum hætti og þannig náð yfirráðum á markaðnum.

prideUFC hefur átt markaðinn undanfarin átta ár eða frá því Zuffa, LLC (eigendur UFC) keypti japönsku bardagasamtökin Pride. Síðan þá hafa þeir verið skrefum framar en önnur bardagasamtök. Síðan Zuffa keypti Pride hafa þeir keypt upp aðra samkeppnisaðila á borð við Strikeforce, WEC, Affliction og WFA og um leið tryggt sér samninga við bardagamenn sem þar börðust. Þar með hafa bardagamenn fáa möguleika á að berjast ef þeir eru ekki í UFC og því telja margir að UFC einoki markaðinn. Þegar þessi samtök voru keypt upp voru þau öll á niðurleið og það mun skipta máli í málsókninni. Pride og Affliction voru á barmi gjaldþrots, Strikeforce var rekið með miklu tapi og eigendur þess vildu selja og tóku besta tilboðinu – frá Zuffa.

Á blaðamannafundinum í gær tjáðu þeir Cung Le, Nate Quarry og Jon Fitch sig um málið en þeir eru allir á bakvið kæruna og þekktir bardagamenn. Cung Le er enn undir samningi við UFC en hann hefur opinberlega lýst því yfir að hann vilji ekki berjast lengur fyrir UFC. Nate Quarry lagði hanskana á hilluna eftir meiðsli árið 2010 en hann hefur áður talað gegn UFC eins og lesa má um hér. Jon Fitch var látinn fara úr UFC í febrúar 2012 eftir tap þrátt fyrir að vera enn á topp 10 í veltivigtinni.

jon_fitch-300x289
Jon Fitch.

Fitch hefur lengi látið í ljós óánægju sína með UFC og var tímabundið rekinn úr UFC árið 2008 þar sem hann vildi ekki leyfa UFC að nota sig í UFC tölvuleiknum. Samningurinn leyfði UFC að nota Fitch (og aðra bardagamenn) fyrir lífstíð án þess að fá greitt sérstakega fyrir. Fitch skrifaði á endanum undir samninginn og komst aftur inn í UFC.

Eins og við greindum frá í gær eru stórar lögmannsstofur á bakvið málssóknina og þar á meðal eru þekktir lögfræðingar í þessari gerð mála í Bandaríkjunum. Fleiri bardagamenn eru á bakvið málshöfðunina en þeir telja að þetta muni hjálpa bardagamönnum framtíðarinnar.

Hvers vegna þetta mál kemur upp núna er óvíst en líklega hefur tilkynningin um yfirtöku UFC á öllum styrktarsamningum verið kornið sem fyllti mælinn. Í febrúar var fyrst greint frá áætlun UFC um að allir UFC bardagamenn og hornamenn þyrftu að klæðast sérstökum klæðnaði frá UFC. Nýlega var greint frá því að UFC hefði samið við Reebok (sjá hér) og mega bardagamenn aðeins klæðast fatnaði frá Reebok á meðan þeir berjast og ekki bera nein önnur vörumerki á klæðnaði þeirra annað en Reebok.

UFC segist gera þetta fyrir bardagamennina en það verður að koma í ljós hvernig þetta spilast út. Bardagamenn hafa oft talað um að það sé erfitt að fá styrktaraðila þar sem UFC tekur sérstakan skatt til sín frá þeim aðilum sem vilja styrkja bardagamanninn. Skatturinn hljóðar upp á að minnsta kosti 50.000 dollara (6,2 milljónir ISK) og því er erfitt fyrir kaupmanninn á horninu að styrkja bæjarhetjuna.

Stóra spurningin er hvort að UFC hafi byggt upp einokun sína með lögmætum hætti. Í málssókninni kemur fram að UFC komi í veg fyrir að bardagamenn þeirra þéni eins mikið og þær gætu utan UFC og eru þar nokkur dæmi um það. Þó stóra málið sé ekki ósanngirni samninga UFC við bardagamenn þá taka þeir ýmis dæmi fram sem vekja upp spurningar.

  • UFC bannar bardagamönnum að fá styrki frá aðilum sem eru í samkeppni við styrktaraðila UFC
  • Í janúar 2014 bætti UFC ákvæði í samninga sem gerir þeim heimilt til að lækka laun bardagamann tapi þeir
  • Quinton ‘Rampage’ Jackson gerði samning við Round 5 og Reebok um framleiðslu á Rampage-dúkkum. UFC kom í veg fyrir samninginn og gerði sína eigin samninga við bæði fyrirtækin.
  • UFC hefur hótað styrktaraðilum að ef þeir styrki önnur bardagasamtök (á borð við Bellator) þá muni UFC banna þeim að styrkja bardagamenn í UFC.
  • Í málssókninni kemur einnig fram að Fedor Emelianenko (aldrei barist í UFC) hafi fengið risa samningsboð frá fataframleiðandann Tapout en ekkert varð af samningnum þar sem UFC hótaði að banna Tapout vörumerkið í UFC ef af samningnum yrði.

Þetta mál mun eflaust taka langan tíma og hugsanlega einhver ár. Að mati sérfræðinga mun þetta mál ráðast á hvort UFC hafi starfað í eðlilegri samkeppni á opnum markaði (og haft betur) eða beitt ólögmætum aðferðum við að ná ráðandi stöðu á markaðnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular