Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaRory MacDonald fær ekki titilbardaga - Hendricks vs. Lawler III?

Rory MacDonald fær ekki titilbardaga – Hendricks vs. Lawler III?

rory-macdonaldKanadamaðurinn Rory MacDonald mun ekki fá næsta titilbardaga í veltivigt eins og fastlega var búist við. Líklegast mun fyrsta titilvörn Robbie Lawler vera gegn Johny Hendricks en þetta yrði þriðji bardaginn á milli þeirra.

Þetta kom fram í þættinum UFC Tonight í gærkvöldi. Samkvæmt Rory MacDonald fékk hann símtal í síðustu viku þar sem honum var tjáð að hann fengi ekki næsta titilbardaga í veltivigtinni eins og margir reiknuðu með.

MacDonald sigraði alla þrjá bardaga sína á þessu ári og það allt gegn topp 10 andstæðingum í veltivigtinni. Eftir sigur hans á Tarec Saffiedine í oktbóber var honum lofað titilbardaga en ekkert verður af því í bili. Robbie Lawler sigraði Rory MacDonald í nóvember 2013 í jöfnum bardaga og stefndi allt í að þeir myndu mætast aftur en það virðist vera út af borðinu í bili.

Þess í stað munum við líklegast fá þriðja bardagann milli Johny Hendricks og Robbie Lawler en hvor um sig hefur sigrað einn bardaga gegn hvor öðrum. Lawler vann veltivigtartitilinn þann 6. desember eftir sigur á Hendricks en þetta var fyrsta titilvörn Hendricks. Fyrsti bardaginn á milli þeirra var stórkostleg skemmtun þar sem Hendricks fór með sigur af hólmi í hnífjöfnum bardaga og varð veltivigtarmeistari.

Hvorki Hendricks né lið hans hafa heyrt frá UFC í tengslum við þriðja bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular