0

Till og Thompson berjast á morgun – Till þarf að vigta sig inn aftur á morgun

Bardagi Darren Till og Stephen Thompson verður ekki felldur niður eins og óttast var. Bardaginn er staðfestur þrátt fyrir að Darren Till hafi verið of þungur í vigtuninni í morgun.

Blaðamaðurinn John Morgan greinir frá þessu en hann þykir mjög áreiðanlegur. Darren Till var 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni í morgun en Thompson var 171 pund (77,7 kg). Till má ekki vera meira an 188 pund (85,5 kg) á morgun kl. 13 og gefur Thompson 30% launa sinna.

Till er ekki fyrsti bardagamaðurinn sem nær ekki vigt í UFC á þessu ári. Sex bardagar hafa farið fram í UFC á þessu ári þar sem annar bardagamaðurinn hefur ekki náð vigt en í öll sex skiptin hefur sá sem ekki náði vigt unnið. Það verður því athyglisvert að sjá hvað gerist á morgun en bardaginn er aðalbardagi kvöldsins í heimabæ Till, Liverpool.

Till hefur ítrekað montað sig af því hve stór hann er í þyngdarflokknum en þetta er í annað sinn sem hann nær ekki vigt í UFC. Fyrir nánast akkurat ári síðan var Till 176 pund fyrir bardaga sinn gegn Jessin Ayari og er spurning hvort dagar hans í veltivigt séu taldir. Þess má geta að Till sagðist hafa verið 90 kg í bardaganum gegn Donald Cerrone í fyrra.

Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen Thompson, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem þeir lýstu yfir vilja til að berjast.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.