Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÞjálfari Thompson með yfirlýsingu: Langar að berjast

Þjálfari Thompson með yfirlýsingu: Langar að berjast

Darren Till náði ekki vigt í vigtuninni í morgun. Óljóst er hvort bardaginn fari fram en samkvæmt þjálfara Thompson langar þeim að berjast.

Darren Till var 174,5 pund í vigtuninni í morgun á meðan Thompson var 171 pund. Till var seinn í vigtuninni vegna neyðartilfellis í fjölskyldunni og herma heimildir að hann hafi dvalið upp á sjúkrahúsi í nótt vegna fjölskyldu aðstæðna.

Stephen Thompson vill ennþá berjast en er þessa stundina að semja við UFC hvort bardaginn fari fram og hvort hann fái hluta af launum Till vegna vigtunarvandræða hans. Ray Thompson, þjálfari og pabbi Stephen, sendi frá sér yfirlýsingu nú fyrir skömmu.

„Till skoraði á okkur! Hann hefur vanvirt okkur dálítið í aðdraganda bardagans. Við fórum þvert yfir heiminn í hans heimabæ til að berjast fyrir framan hans fólk og við náðum vigt! Stephen er bardagamaður og myndi aldrei vilja svekkja aðdáendur (nema ef veikindi koma upp) og kom hingað til að berjast. Umboðsmaðurinn hans er að vinna að smáatriðunum,“ segir í yfirlýsingunni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular