spot_img
Thursday, January 2, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTom Aspinall tilbúinn að stíga inn með stuttum fyrirvara.

Tom Aspinall tilbúinn að stíga inn með stuttum fyrirvara.

Interim-þungavígslumeistarinn Tom Aspinall er tilbúinn að stíga inn „með hvaða fyrirvara sem er“ gegn annaðhvort Jon Jones eða Stipe Miocic í nóvember. Tom virðist sannfærður um að annar þeirra dragi sig úr bardaganum og hann geti þá gripið gæsina og barist upp á raunverulega þungavigtarbeltið.

Búist er við því að Jon Jones og Stipe Miocic mætist á UFC 309 þann 17. nóvember en það hefur enn ekki fengist almennilega staðfest og er ekki búið að birta staðfestingu um það á UFC síðunni. En Dana Wite hefur staðfest að þetta verði næsta titilviðureignin í þungavigtinni og hefur Jon Jones ýjað að þessu á Instagraminu sínu. Auk þess er Tom Aspinall ekki staðfestur sem staðgengill fyrir bardagann en hann ætlar greinilega að vera tilbúinn og er byrjaður að æfa stíft.

Í dag bárust fregnir af því að Stipe væri mögulega meiddur aðeins þremur mánuðum fyrir bardagann. Hinn 42 ára gamli Stipe hefur litið hrikalega vel út á myndum á Instagram og greinilega haldið sér vel upp á síðkastið.

Orðrómurinn um að Stipe sé meiddur hefur, eins og bardaginn sjálfur, ekki verið staðfestur. En þetta er góður tími fyrir Aspinall til að hefja æfingarbúðirnar sínar og undirbúa sig fyrir Jones. Tom gaf út að hann væri tilbúinn að stíga inn í hringinn með hvaða fyrirvara sem er.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular