0

Tom Breese býst við góðum bardaga á milli Gunnars og Leon Edwards

Tom Breese mætir Ian Heinisch á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Breese hefur tvívegis komið til Íslands til að æfa með Gunnari en hefur einnig æft með Leon Edwards.

Breese er aðdáandi beggja bardagamanna og býst því við góðum bardaga í kvöld á milli Edwards og Gunnars. Breese segir að Edwards leggi afar hart að sér á æfingum og sé mjög stöðugur í sínum frammistöðum enda hefur hann ekki enn átt slæman dag í búrinu í UFC.

Breese varð pabbi í fyrsta sinn fyrir þremur mánuðum síðan og segir að það breyti öllu. Hann sé fyrir vikið mun hamingjusamari og nýtur nýja hlutverksins.

Að lokum segist Breese endilega vilja fá aðra glímu gegn Sighvati Helgasyni en þeir mættust á Bolamótinu í fyrra þar sem Sighvatur vann.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.