0

Tony Ferguson mætir Khabib Nurmagomedov á UFC 223

Allt er þá fernt er? Í fjórða sinn hefur UFC bókað bardaga Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov. Bardaginn á að fara fram á UFC 223 í New York í apríl.

Frá þessu greinir MMA Fighting en UFC hefur ekki staðfest bardagann enn. Dana White bjóst þó við að þeir Ferguson og Khabib myndu mætast í Brooklyn í New York en þetta lét hann hafa eftir sér í spjallþættinum Toucher and Rich.

Þetta verður þá í fjórða sinn sem UFC setur þennan bardaga saman. Í hin þrjú skiptin hefur alltaf eitthvað komið upp á þannig að þeir hafa ekki enn mæst. Kapparnir áttu upphaflega að mætast í desember 2015 en vegna rifbeinsmeiðsla gat Khabib ekki keppt. Þeir áttu svo að keppa í apríl 2016 en þá dró Ferguson sig úr bardaganum vegna meiðsla. Á UFC 209 í fyrra áttu þeir svo að mætast í þriðja sinn en daginn fyrir bardagann þurfti að flytja Khabib upp á sjúkrahús vegna veikinda sem tengdust niðurskurðinum.

Tony Ferguson er sem stendur bráðabirgðarmeistari UFC í léttvigtinni á meðan Conor McGregor er ríkjandi meistari. Óvíst er hvort og hvenær Conor McGregor snúi aftur í búrið en hugsanlega verður hann sviptur titlinum. Ef svo er ekki munu þeir Ferguson og Khabib sennilega berjast um bráðabirgðarbeltið í léttvigtinni. Sem stendur er þó óljóst hvort bráðabirgðarbelti eða alvöru belti sé í húfi.

Khabib snéri aftur í búrið í desember í fyrra eftir rúmlega árs fjarveru þegar hann sigraði Edson Barboza eftir dómaraákvörðun. Gríðarleg spenna ríkir fyrir bardaga Khabib og Ferguson enda eru þetta tveir af bestu léttvigtarmönnum heims. UFC 223 fer fram í Brooklyn þann 7. apríl.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply