Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÞrír Íslendingar á Evrópumeistaramótinu í BJJ

Þrír Íslendingar á Evrópumeistaramótinu í BJJ

Þrír Íslendingar taka þátt á Evrópumeistaramótinu í BJJ sem fram fer í Lissabon um þessar mundir. Einn Íslendingur hefur þegar lokið leik og náði fínum árangri.

Kristján Helgi Hafliðason, Inga Birna Ársælsdóttir og Ómar Yamak, öll úr Mjölni, keppa á Evrópumeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu þetta árið. Mótið er gríðarlega stórt en rúmlega 4000 keppendur frá yfir 100 löndum (ekki bara frá Evrópu þrátt fyrir heiti mótsins) taka þátt.

Kristján Helgi Hafliðason reið á vaðið en hann keppti í -82 kg flokki fjólublábeltinga. Kristján byrjaði á að vinna fyrstu glímuna sína á „baseball“ hengingu. Í næstu glímu naut hann mikilla yfirburða og vann 11-0. Í þriðju glímunni sinni mátti hann hins vegar þola tap eftir armlás gegn Alessandro Borgonovo frá Atos Jiu-jitsu. Borgonovo endaði í 3. sæti í flokknum en 43 keppendur voru skráðir til leiks í flokknum.

Þess má til gamans geta að Rafael dos Anjos sigraði flokkinn. Ekki er þó um að ræða dos Anjos sem berst í UFC (enda hefur hann verið svart belti í brasilísku jiu-jitsu í mörg ár) heldur alnafna hans.

Inga Birna keppir svo á morgun og Ómar Yamak á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með framgangi þeirra á Mjölnissnappinu: mjolnirmma.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular