spot_img
Tuesday, November 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTony Ferguson náði vigt fyrir bardagann sem aldrei varð

Tony Ferguson náði vigt fyrir bardagann sem aldrei varð

UFC 249 hefði átt að fara fram í kvöld þar sem Tony Ferguson átti að berjast. Þrátt fyrir að hætt hafi verið við bardagakvöldið ákvað Tony Ferguson samt að vigta sig inn.

UFC 249 átti að fara fram í Brooklyn í kvöld. Þar átti Ferguson að mæta Khabib Nurmagomedov en hætt hefur verið við bardagakvöldið vegna kórónaveirunnar. Þegar ljóst var að Khabib gæti ekki barist kom Justin Gaethje í hans stað en þá átti bardagakvöldið að fara fram á verndarsvæði indjána. UFC ákvað á endanum að hætta við öll komandi bardagakvöld.

Í gær, föstudag, átti vigtunin að fara fram og þrátt fyrir að ekkert bardagakvöld væri á dagskrá ákvað Tony Ferguson að skera niður og vigta sig inn. Tony Ferguson var 155 pund (70,5 kg) á gær og sýndi frá ferlinu á Instagram síðu sinni.

„Þetta var ekki bara fyrir mig, þetta var fyrir liðið mitt, styrktaraðila mína og fjölskylduna auðvitað. Og skuldbindingin við sjálfan mig að fara í gegnum niðurskurðinn. Það segir mikið um mig. Ég mun aldrei klikka á vigtinni, ég hef það sem þarf andlega til að fara í gegnum svona æfingabúðir. Þetta var frábær reynsla,“ sagði Tony Ferguson við ESPN.

George Lockhart er sérfræðingur þegar kemur að niðurskurðinum og hefur aðstoðað fjölmarga bardagamenn (þar á meðal Gunnar Nelson og Conor McGregor) við að ná vigt á sem bestan hátt.

„Í hvert sinn sem þú skerð niður færðu gagnviðbrögð frá líkamanum. Margir bardagamenn bæta miklu á sig eftir niðurskurð og eiga erfitt með að ná hormónunum aftur í fyrra horf. Bardagamaður á aðeins að skera niður þegar hann nauðsynlega þarf þess. Það er ekki öruggt að skera niður, og því oftar sem þú skerð niður því erfiðara verður það.“

Ferguson var með sérfræðinga með sér sem hjálpuðu honum að ná vigt. Ferguson segist hafa verið 179 pund (81,4 kg) þegar hann ákvað að halda áfram með niðurskurðinn þrátt fyrir að enginn bardagi væri framundan. Þá var hann óvenjulega þungur þar sem hann hafði hætt í hollu mataræði um skamma stund þegar bardaganum var aflýst. Hann var samt fljótur aftur niður í 166-168 pund (76 kg) þegar hann ákvað að fara í niðurskurðinn.

Ferguson var 163,6 pund (74,4 kg) á fimmtudagskvöldinu fyrir æfingu og vaknaði síðan 155,5 pund í gærmorgun.

Ferguson á nú að mæta Justin Gaethje þann 9. maí og þarf því að skera aftur niður eftir þrjár vikur ef bardagakvöldið getur farið fram.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular