0

Trump fjölskyldan verður á bardaga Colby Covington og Robbie Lawler um helgina

Donald Trump stuðningsmaðurinn Colby Covington mætir Robbie Lawler á laugardaginn. Meðlimir úr Trump fjölskyldunni verða viðstaddir bardagann til stuðnings við Covington.

Colby Covington er einn umdeildasti bardagamaður UFC í dag. Covington lætur varla sjá sig án þess að vera með „Make America Great Again“ derhúfuna og fékk að hitta Donald Trump í Hvíta húsinu í fyrra.

Núna munu þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump vera viðstaddir bardagann á laugardaginn til að styðja sinn mann, Colby Covington.

Þeir Eric og Donald Trump Jr. eru aðdáendur Covington. „Colby er sigurvegari sem rífur líka kjaft en stendur alltaf við stóru orðin. Sem minnir um margt á einn sem ég þekki. Ég er spenntur að vera á bardaganum á laugardaginn til að styðja hann,“ sagði Donald Trump Jr.

Bardagi Colby Covington og Robbie Lawler fer fram í Newark í New Jersey á laugardaginn og verður aðalbardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.