Invicta bardagasamtökin voru með sitt 31. bardagakvöld í gær. Þar varði strávigtarmeistari Invicta titilinn sinn í fyrsta sinn og tvö kunnugleg nöfn nældu sér í sigur.
Invicta FC 31 fór fram í gær í Kansas eins og svo oft áður. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Virna Jandiroba og Janaisa Morandin um strávigtartitil Invicta. Þetta var fyrsta titilvörn Jandiroba og sigraði hún með „arm triangle“ hengingu í 2. lotu.
Undefeated, undisputed @InvictaFights strawweight champion @VirnaJandiroba takes the belt back to Brazil with the round 2 submission! #InvictaFC31 #UFCFIGHTPASS pic.twitter.com/xwjNQ2sjWA
— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) September 2, 2018
Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í strávigtinni í Invicta en hún hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Sunna er óðum að ná sér eftir meiðslin og vonast eftir að fá bardaga í haust. Síðast þegar hún barðist sigraði hún Kelly D’Angelo í júlí 2017. Í gær barðist D’Angelo við Lindsey VanZandt og sigraði eftir dómaraákvörðun. D’Angelo hafði tapað tveimur bardögum í röð og var þetta kærkominn sigur fyrir hana.
Mallory Martin, sem Sunna sigraði í mars 2017 í frábærum bardaga, átti magnaða frammistöðu þegar hún kláraði Ashley Nichols með olnbogum í 3. lotu. Martin var í vandræðum í byrjun bardagans og var slegin niður í 1. lotu. Hún kom hins vegar sterk til baka og fagnaði innilega þegar sigurinn var í höfn. Martin er núna 4-2 sem atvinnumaður og hefur unnið þrjá bardaga í röð. Martin er alltaf í skemmtilegum bardögum og hefur sagt að hún vilji vera kvenkyns útgáfan af Justin Gaethje.
Make it 3 in a row for @MalloryyMartin! Unleashing some elbows to get the win tonight. #InvictaFC31 pic.twitter.com/FwzUbEmkpk
— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) September 2, 2018
Að lokum má nefna slæm mistök Holli Salazar sem kostaði hana sigur. Salazar tók þá undarlegu ákvörðun að skalla Audrey Wolfe og var eitt stig tekið af henni sem refsing. Ef hún hefði ekki skallað Wolfe hefði hún unnið bardagann (29-28) en þess í stað endaði bardaginn með jafntefli, 28-28.
“It’s not 1998” – @TJDeSantis #InvictaFC31 pic.twitter.com/02fOo3hfge
— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) September 2, 2018