spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTveir sigrar og eitt tap í Skotlandi

Tveir sigrar og eitt tap í Skotlandi

sunna headÞrír Íslendingar kepptu á Headhunters Championship bardagakvöldinu í Skotlandi fyrr í kvöld. Tveir sigrar og eitt tap er uppskera kvöldsins.

MMA Fréttir sló á þráðinn til Jóns Viðars Arnþórssonar og fékk lýsingu á bardögunum.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir var fyrst af Íslendingunum en hún mætti Helen Copus. Sunna hreyfði sig mjög vel og útboxaði Copus nánast allan bardagann. Sunnu tókst að stöðva allar fellutilraunir Copus en Copus er mjög fær í glímunni. Sunna var vel undirbúinn fyrir bardagann og var aldrei kyrr sem gerði Copus erfitt fyrir. Sunna sigraði því fyrstu tvær loturnar sannfærandi.

Í þriðju lotu lentu þær í gólfinu þar sem Sunna náði góðum höggum inn. Sunna náði bakinu og var búinn að læsa hengingunni þegar Copus reyndi að skella Sunnu yfir sig með þeim afleiðingum að Copus meiddi sig í hnénu og gafst umsvifalaust upp (verbal tap). Sunna var þó komin með henginguna og voru um það bil tíu sekúndur eftir af þriðju og síðustu lotunni. Frábær sigur fyrir Sunnu en Copus er sterk glímukona og var bardaginn tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan þann þyngdarflokk sem Sunna keppir vanalega í.

hrólfur head

Næstur á vað var Hrólfur Ólafsson en hann mætti Patryk Witt. Hrólfur byrjaði bardagann með þungu haussparki strax í byrjun og gaf snemma tóninn. Skömmu síðar lenti Hrólfur undir í gólfinu og reyndi „triangle“ hengingu en Witt náði að losa sig úr hengingunni og stóðu þeir upp. Hrólfur útboxaði Witt út lotuna áður en Hrólfur skaut í fellu og kláraði hann lotuna ofan á.

Hrólfur hóf aðra lotu með haussparki líkt og þá fyrstu en í þetta sinn var það snúandi hælspark sem varð fyrir valinu. Sparkið hitt og brást Witt við með því að skjóta í fellu. Hrólfur varðist fellunni vel og endaði ofan í gólfinu. Þar tókst honum að ná bakinu, fletja Witt út og lét höggin dynja á honum. Hrólfur náði þungum höggum inn sem Witt tókst ekki að verjast og stöðvaði dómarinn bardagann þegar um ein mínúta var liðin af annarri lotu. Frábær sigur fyrir Hrólf í endurkomu sinni eftir erfið meiðsli.

bjarki om head

Síðastur af íslensku keppendunum var Bjarki Ómarsson. Hann mætti Calum Murrie um fjaðurvigtartitilinn. Murrie var stærri og sterkari og fór bardaginn mikið fram í „clinchinu“. Murrie hékk mikið í Bjarka upp við búrið án þess að gera mikinn skaða. Bjarki náði tveimur þungum höggum í höfuð Murrie í fyrstu lotu og sigraði Bjarki þá lotu.

Í annarri lotu var mikið um það sama. Bardaginn fór að miklu leiti fram í „clinchinu“ upp við búrið þar sem Murrie stjórnaði en Bjarki náði þó flottu júdó kasti í lotunni. Það var mikið um það sama í þriðju lotunni og sigraði Murrie seinni tvær loturnar. Sigurinn fór því Murrie í vil eftir einróma dómaraákvörðun.

Bjarki er stálsleginn eftir bardagann og sést ekkert á honum eftir loturnar þrjár. Murrie átti erfitt með að loka munninum sökum sársauka í kjálka eftir höggin frá Bjarka í fyrstu lotu. Bjarki gerði meiri skaða á meðan Murrie stjórnaði bardaganum upp við búrið.

Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, var stoltur af liðinu. „Þau stóðu sig ógeðslega vel, við erum að springa úr stolti yfir þeim. Á morgun höldum við til Glasgow þar sem við förum m.a. í viskí smökkun en í boði eru 250 tegundir af viskí,“ segir Jón Viðar en liðið heldur heim á mánudag.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular