spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley gæti mætt Colby Covington í nóvember í Madison Square Garden

Tyron Woodley gæti mætt Colby Covington í nóvember í Madison Square Garden

Tyron Woodley varði veltivigtartitil sinn í gærkvöldi þegar hann sigraði Darren Till með hengingu í 2. lotu á UFC 228. Woodley tók ekki mikinn skaða í bardaganum og gæti barist aftur í nóvember ef UFC óskar eftir því.

Tyron Woodley sagði ekkert um sinn næsta bardaga í viðtalinu við Joe Rogan í búrinu eftir sigurinn. Á blaðamannafundinum eftir bardagann sagði hann meira um sín næstu skref en vildi greinilega ekki gefa Colby Covington neitt sviðsljós.

„Covington fékk sitt tækifæri. Hann leyfði Darren Till að taka barsmíðunum sem hann átti að fá. Hann reyndi að bíða eftir stærra kvöldi. Ég berst við alla. Ég er bestur í heimi, allir sem mæta mér verða lamdir. Hvort sem það verður Colby Covington, Kamaru Usman eða Robert Whittaker. Ég berst við þann sem UFC vill að ég mæti,“ sagði Woodley á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Colby Covington varð bráðabirgðarmeistari með sigri á Rafael dos Anjos í júní. Hann gat þó ekki verið tilbúinn í tæka tíð fyrir næstu titilvörn Woodley og hefur hann nú verið sviptur bráðabirgðartitlinum. Að öllum líkindum verður Covington næsti andstæðingur Woodley.

„Ég er ekki að segja að ég muni berjast við hann af því hann á ekki skilið að fá þetta sviðsljós akkúrat núna. Hann fékk sitt tækifæri til að vera hér en þorði ekki ef ég á að segja eins og er. Hann var með allt þetta skítkast en um leið og hann vann bráðabirgðarbeltið varð hann þögull. Instagrammið hans hvarf og hann sagði ekki neitt. Þetta er vandræðalegt fyrir íþróttina en ef hann er næstur í röðinni þarftu ekki að hafa mikið fyrir því að sannfæra mig um að berjast við hann.

UFC 230 fer fram í Madison Square Garden þann 3. nóvember. UFC heimsækir þessa sögufrægu höll einu sinni á ári og er aðalbardaginn iðulega stór bardagi. Enn sem komið er vantar aðalbardaga kvöldsins á UFC 230.

Tyron Woodley hlaut ekki mikinn skaða í bardaganum í gær og gæti verið tilbúinn í annan bardaga strax þann 3. nóvember. „Ef nóvember er dagsetningin sem þeir hafa í huga, þá er ég tilbúinn.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular