spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley mætir Robbie Lawler

Tyron Woodley mætir Robbie Lawler

woodley thumbnailUFC staðfesti fyrr í kvöld að næsta titilvörn Robbie Lawler verði gegn Tyron Woodley. Kapparnir munu mætast á UFC 201 þann 30. júlí.

Undanfarnar tvær vikur hafa heyrst háværar raddir um bardagann. UFC hefur nú staðfest orðróminn og verður þetta aðalbardagi kvöldsins.

Tyron Woodley hefur unnið tvo bardaga í röð en ekki barist síðan í janúar 2015. Þá sigraði hann Kelvin Gastelum eftir klofna dómaraákvörðun en þar áður sigraði hann Dong Hyun Kim.

Woodley átti að mæta Johny Hendricks í október síðastliðnum en sólarhring fyrir bardagann var bardaginn sleginn af borðinu. Leggja þurfti Hendricks inn á spítala vegna vandamála tengd niðurskurðinum og lofaði UFC að gefa Woodley titilbardaga í kjölfarið.

Síðan Woodley barðist síðast hefur Demian Maia sigrað alla sína fjóra bardaga en þarf greinilega að bíða lengur eftir titilbardaganum.

Lawler barðist síðast við Carlos Condit í janúar og sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í einum besta bardaga ársins.

UFC 201 fer fram í Atlanta í Bandaríkjunum þann 30. júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Svolítið undarlegt að láta Woodley fá title fight sem hefur ekki keppt í eitt og hálft ár meðan Maia hefur sigrað 4 á þeim tímabili, m.a. klárað þá Neil Magny og Matt Brown sem báðir eru á topp 10. Maia er að komast á aldur en hefur samt aldrei verið betri og unnið síðustu 5 bardaga með yfirburðum. Mér finnst ekki spurning að UFC hefði átt að verðlauna Maia með title fight. En Lawler vs Woodley er spennandi matchup, ekki spurning.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular