0

Gunnar upp um eitt sæti á styrkleikalistanum

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Hvorki Gunnar né aðrir bardagamenn nálægt honum á styrkleikalistanum börðust um helgina. Þrátt fyrir það var hreyfing á Gunnari.

Gunnar var fyrir helgina í 13. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni eftir sigur á Albert Tumenov fyrr í mánuðinum. Af einhverjum ástæðum fór hann upp í 12. sæti listans í þessari viku.

Listinn er uppfærður um það bil 36 klukkustundum eftir hvert UFC bardagakvöld og fór Gunnar upp um eitt sæti í gær. Hann tók sæti Kelvin Gastelum sem situr nú í 13. sæti en Gastelum var ekki að berjast um helgina. Gastelum mætir Johny Hendricks á UFC 200 í sumar.

Listann skal þó ekki taka of alvarlega og gæti Gunnar farið aftur í 13. sæti á næsta lista. Styrkleikalisti UFC er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn. Á listanum raða fjölmiðlamenn 15 efstu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Demian Maia fór upp um tvö sæti eftir sigur hans á Matt Brown um helgina og er hann nú 4. sæti. Maia fór upp fyrir Carlos Condit og Johny Hendricks en Matt Brown situr sem fastast í 8. sæti listans.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.