spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley segist mæta Wonderboy Thompson í New York

Tyron Woodley segist mæta Wonderboy Thompson í New York

woodley-thompsonMadison Square Garden er kominn með sinn fyrsta titilbardaga. Tyron Woodley sagði í gær að hann muni mæta Stephen ‘Wonderboy’ Thompson á UFC 205 í New York.

Fyrsta titilvörn veltivigtarmeistarans Tyron Woodley virðist vera ákveðin. Tyron Woodley rotaði Robbie Lawler í lok júlí og vildi fá Nick Diaz eða Georges St. Pierre í sína fyrstu titilvörn.

Í gær sagði hann þó á Fox Sports 2 að hann muni mæta Stephen Thompson á UFC 205 í New York. UFC 205 fer fram þann 12. nóvember og verður fyrsta bardagakvöld UFC síðan UFC 7 fór fram árið 1995

Stephen Thompson hefur unnið sjö bardaga í röð í veltivigtinni en síðast vann hann Rory MacDonald í júní. Thompson er með 13 sigra og aðeins eitt tap á ferlinum en áður en hann snéri sér að MMA var hann sigursæll í sparkboxi.

Bardaginn hefur ekki verið staðfestur af UFC og vissi ekki einu sinni Stephen Thompson af þessu fyrr en Woodley tilkynnti þetta í gær.

Thompson er eflaust hæst ánægður með þessar fréttir frá Woodley enda um risaviðburð að ræða.

Það stefnir því allt í að fyrsti titilbardaginn sé kominn á UFC 205. Ekki er vitað hvort þetta sé aðalbardagi kvöldsins en hugsanlega fáum við titilbardaga í léttvigt á milli Conor McGregor og Eddie Alvarez sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular