spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyson Fury mætir Deontay Wilder í kvöld

Tyson Fury mætir Deontay Wilder í kvöld

Einn stærsti boxbardagi á síðustu árum fer fram í kvöld. Þá mætast þungavigtarmennirnir Deontay Wilder og Tyson Fury.

Gríðarleg spenna ríkir fyrir bardaganum. Báðir eru ósigraðir og er þetta alvöru þungavigtarslagur eins og best verður á kosið. Útsending frá bardaganum byrjar kl. 2 í nótt með nokkrum upphitunarbardögum en bardagi Fury og Wilder byrjar sennilega ekki fyrr en um 5 leytið í nótt. Bardaginn fer fram í Staples Center í Los Angeles.

Deontay Wilder er með 39 rothögg í 40 sigrum og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Bermane Stiverne og Luis Ortiz hafa verið hans erfiðustu próf hingað til en síðast Wilder kláraði Ortiz í 10. lotu í hans síðasta bardaga.

Tyson Fury getur fullkomnað ótrúlega endurkomu sína með sigri á Wilder í kvöld. Fury hefur átt við andleg veikindi að stríða og reyndi að taka sitt eigið líf. Hann átti við fíkniefnavanda að stríða en snéri aftur í hringinn á þessu ári með tveimur sigrum. Fury er 27-0 en þar af eru 19 sigrar eftir rothögg. Hans stærsti sigur á ferlinum var gegn Wladimir Klitschko í nóvember 2015.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular