spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyson Fury með sama þjálfara og Kolbeinn

Tyson Fury með sama þjálfara og Kolbeinn

Tyson Fury og Deontay Wilder mætast í einum stærsta boxbardaga ársins um helgina. Fury skipti um þjálfara fyrir bardagann og er nú með sama þjálfara og Kolbeinn Kristinsson.

Kolbeinn Kristinsson (12-0) hefur æft hjá Javan ‘SugarHill’ Steward í Kronk boxklúbbnum í Detroit undanfarið ár á milli þess sem hann æfir hér heima. Kolbeinn barðist sinn fyrsta atvinnubardaga í Bandaríkjunum í janúar og var SugarHill í horninu hjá honum þar.

Nú hefur Tyson Fury sagt skilið við sinn yfirþjálfara, Ben Davison, og er SugarHill hans aðalþjálfari í dag. Fury heimsótti Kronk klúbbinn fyrst þegar hann var 21 árs gamall og æfði hjá Emmanuel ‘Manny’ Steward og SugarHill í nokkrar vikur. Fury er nú að vinna með SugarHill fyrir bardaga í fyrsta sinn. Fyrri bardagi Wilder og Fury endaði með jafntefli árið 2018 og verður áhugavert að sjá hvernig Fury kemur til leiks með nýjum þjálfara.

Kolbeinn býst við að fá annan bardaga á næstu mánuðum og fer því til Detroit á næstu dögum að æfa með SugarHill. Kolbeinn vonast eftir sigri hjá Fury.

„Ég var fyrst 100% á Wilder með KO eftir að hafa séð síðustu bardaga með honum, rosalegar bætingar. En svo er ég búinn að vera að tala við SugarHill, þjálfara minn og Fury, og hann segir ad Fury sé á einhverju öðru leveli núna og sé búinn að vera að fokka öllum upp í sparri í 3-4 vikur. Þannig ég er dead even einhvern veginn. Gut segir Wilder KO en ég vona að Fury vinni því það er mér persónulega í hag,“ segir Kolbeinn og hlær.

Kolbeinn náði sínu sjötta rothöggi á ferlinum sem atvinnumaður í janúar og setur stefnuna á minnsta kosti þrjá bardaga í ár.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular