Einn stærsti boxbardagi ársins fór fram í nótt þegar þeir Tyson Fury og Deontay Wilder mættust. Fury kláraði Wilder í 7. lotu.
Þeir Fury og Wilder voru að mætast öðru sinni en fyrri bardagi þeirra endaði með jafntefli. Báðir komu í hringinn með skrautlegum hætti en Fury lét bera sig inn eins og kóng.
Fury var aggressívari og lenti fleiri höggum í öllum lotunum. Wilder fékk lítið pláss til að lenda þungu höggunum sínum og var það Fury sem kýldi Wilder niður í 3. lotu með hægri krók. Fury kýldi hann svo aftur niður með skrokkhöggi í 5. lotu.
Í sjöundu lotu þjarmaði Fury að Wilder og tókst að vanka hann og ákvað hornið hjá Wilder að kasta inn handklæðinu. Wilder var ekki sáttur með þá ákvörðun en Fury sigurvegari kvöldsins.
THE GYPSY KING IS THE KING OF BOXING! 👑#WilderFury2 pic.twitter.com/3qDbApeXsH
— ESPN (@espn) February 23, 2020
“Why did you do that? Why did you do that?” @BronzeBomber asks his corner why they threw in the towel. #WilderFury2 pic.twitter.com/TmPRXOYghZ
— SportsCenter (@SportsCenter) February 23, 2020
Fury tók síðan lagið í hringnum.
Fury er því 30-0-1 sem atvinnumaður og var þetta 21. sigur hans með rothöggi. Wilder er 42-1-1 en þetta var hans fyrsta tap.