spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 166: Velasquez vs. Dos Santos táknar allt það besta við MMA

UFC 166: Velasquez vs. Dos Santos táknar allt það besta við MMA

jds-vs-cain-ufc-166-weigh-inAðal bardagi helgarinnar er bardagi um UFC þungavigtartitilinn milli Cain Velasquez og Junior Dos Santos. Þessi bardagi sýnir að mínu mati eitt það besta við UFC. Þarna eru tveir bestu mennirnir í sínum þyngdarflokki að berjast. Sigurvegarinn hér verður óumdeilanlega besti þungavigtarmaður heims. Það er ekkert hægt að benda á neinn annan bardagamann í öðrum samtökum og segja “þessi gæti unnið þá báða og því held ég að hann sé besti þungavigtarmaður heims”, þarna eru einfaldlega þeir tveir bestu að mætast.

Þessi bardagi var ekki settur saman af UFC út af því að annar þeirra er svo góður að “trash-talka” eða er með svo marga fylgjendur á Twitter. Þetta eru bara tveir hógværir bardagamenn sem kunna að berjast og gera það vel. Báðir bardagamenn hafa unnið fyrir því að fá þennan bardaga og getur enginn sagt að UFC hafi sett þennan bardaga einungis svo þeir gætu grætt á því.

Það eru margir mjög spenntir fyrir þessum bardaga en það er ekki út af einhverju þreyttu “trash-talki” eða einhverju “hype-i” sem UFC hefur búið til. Spennan er einfaldlega út af því að þarna eru tveir frábærir bardagamenn að mætast.

Þessir frábæru bardagamenn hafa ólíka stíla en eru báðir virkilega skemmtilegir bardagamenn, hvor á sinn hátt. Velasquez er þessi óstöðvandi glímumaður sem hættir ekki fyrr en hann nær mönnum niður en er einnig með gott kickbox. Dos Santos er einn besti boxarinn í MMA, með frábæra felluvörn og stórhættulegan “uppercut” sem er alltaf hættulegur fyrir menn sem ætla að skjóta inn.

Þessi bardagi táknar allt það skemmtilega við UFC og MMA íþróttina sem heild. Þetta er það sem MMA íþróttin snýst um.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular