Aðal bardagi helgarinnar er bardagi um UFC þungavigtartitilinn milli Cain Velasquez og Junior Dos Santos. Þessi bardagi sýnir að mínu mati eitt það besta við UFC. Þarna eru tveir bestu mennirnir í sínum þyngdarflokki að berjast. Sigurvegarinn hér verður óumdeilanlega besti þungavigtarmaður heims. Það er ekkert hægt að benda á neinn annan bardagamann í öðrum samtökum og segja “þessi gæti unnið þá báða og því held ég að hann sé besti þungavigtarmaður heims”, þarna eru einfaldlega þeir tveir bestu að mætast.
Þessi bardagi var ekki settur saman af UFC út af því að annar þeirra er svo góður að “trash-talka” eða er með svo marga fylgjendur á Twitter. Þetta eru bara tveir hógværir bardagamenn sem kunna að berjast og gera það vel. Báðir bardagamenn hafa unnið fyrir því að fá þennan bardaga og getur enginn sagt að UFC hafi sett þennan bardaga einungis svo þeir gætu grætt á því.
Það eru margir mjög spenntir fyrir þessum bardaga en það er ekki út af einhverju þreyttu “trash-talki” eða einhverju “hype-i” sem UFC hefur búið til. Spennan er einfaldlega út af því að þarna eru tveir frábærir bardagamenn að mætast.
Þessir frábæru bardagamenn hafa ólíka stíla en eru báðir virkilega skemmtilegir bardagamenn, hvor á sinn hátt. Velasquez er þessi óstöðvandi glímumaður sem hættir ekki fyrr en hann nær mönnum niður en er einnig með gott kickbox. Dos Santos er einn besti boxarinn í MMA, með frábæra felluvörn og stórhættulegan “uppercut” sem er alltaf hættulegur fyrir menn sem ætla að skjóta inn.
Þessi bardagi táknar allt það skemmtilega við UFC og MMA íþróttina sem heild. Þetta er það sem MMA íþróttin snýst um.
Verð að bæta við að staðan er 1-1 sem gerir þetta að flottasta rematchi í sögu UFC imho.
Djö er ég spenntur fyrir þessum bardaga! Spurning hvort að skurðurinn hjá JDS opnist strax!