Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaHlutir sem þú vissir ekki um UFC 1

Hlutir sem þú vissir ekki um UFC 1

UFC1vhsUFC 1 var stórmerkilegur viðburður og markaði upphafið að MMA í Bandaríkjunum. Hér eru nokkur áhugaverð atriði sem þú vissir ekki um UFC 1.

  1. Chuck norris átti að vera lýsandi viðburðarins en hann hafði ekki trú á að menn myndi fara með hugmyndina alla leið. Chuck Norris var fyrsta val UFC en Jim Brown var fenginn í staðinn. Chuck Norris hafði verið sá fyrsti sem menn vildu fá vegna þekkingar hans á BJJ og örugglega einnig hversu “badass” Chuck Norris er. Lýsandinn Jim Brown var einnig þekktur fyrir að sveifla hnefunum, en hann gerði það meira heima fyrir gegn fólki sem vildi ekki taka þátt í því.
  2. Upphaflega hugmyndin var að vera með krókódílasýki í kringum búrið, fullt af krókódílum og rafmagnsgirðingu í kringum búrið! Læknarnir sem sáu um viðburðinn mæltu hins vegar gegn þessu. Við teljum að þetta gæti verið gríðarlega áhugaverð breyting fyrir UFC í dag og vonum að þetta verði framtíðin.
  3. Fyrsti UFC bardaginn var á milli Savate bardagamannsins Gerard Gordeau og súmó mannsins Teila Tuli. Bardaginn endaði með uppgjöf Teila eftir að Gordeau sparkaði í höfuðið á honum. Það sem kemur strax fram á lýsendaborðinu er að Teila hafi misst tönn, en það er einmitt það sem gerðist, tönn úr Teila flaug úr munninum á honum og lenti á lýsendaborðinu. Ken Shamrock lýsti viðbrögðunum við þessum fyrsta bardaga hjá þeim sem voru inni í upphitunarherberginu eins og að alger þögn hefði slegið hópinn og í raun allt húsið og menn hafi alvarlega spurt sig hvað þeir væru búnir að koma sér útí. Gerard Gordeu fékk sýkingu í fótinn eftir að tennur Telia Tuli festust í ristinni hans og tók hann tvær vikur að jafna sig eftir sýkinguna.
  4. Eftir að viðburðurinn átti sér stað, rataði upptaka af honum í hendurnar á ríkisstjóra New Mexico og verðandi forsetaframbjóðenda John McCain. McCain bauð við þessu og tókst nærri að útiloka UFC frá öllum ríkjum Bandaríkjana. Á þessum tíma neituðu sjónvarpsstöðvar að sýna efni frá UFC en Ku Klux Klan voru einu félagasamtökin sem sjónvarpsstöðvarnar höfðu neita að sýna efni frá. John McCain hefur seinna sagt að sportið hafi vaxið úr grasi og reglurnar þannig að þær hafi öryggi iðkenda að leiðarljósi.
  5. Vallardómarinn í UFC 1, João Alberto Barreto var gamall Vale Tudo bardagamaður úr röðum Gracie manna. Barreto vann sér það til afreka að koma Vale Tudo úr sjónvarpi í Brasilíu eftir að hafa handlegsbrotið mann í beinni útsendingu í bardaga. Í kjölfarið var sjónvarpsútsendingum á Vale Tudo hætt og fjölbragðaglíma fékk gamla útsendingartíma Vale Tudo.
  6. Ástæða þess að Graice fjölskyldan valdi Royce sem sinn fulltrúa í UFC 1 var að Royce var minni en flestri bræður sínir. Menn töldu að það myndi sýna tækni BJJ mun betur ef að minni maður færi fram, auk þess að það væri töluvert tilkomumeira að minni maður myndi sigra stærri og þyngri mann. Valið stóð á milli Royce og Rickson Gracie. Rickson sýndi síðar hvað í honum bjó í MMA í Japan.
  7. UFC 1 var að mestu leiti fjármagnað af tekjunum sem uppistand Andrew Dice Clay færði SEG (upphaflegu eigendur UFC). Campbell Mclaren var framleiðandi hjá SEG. Hann reyndi að sannfæra eigendur SEG að UFC yrði mjög vinsælt og óskaði eftir að þeir myndu setja það á “pay per view”. SEG leist ekkert á UFC keppnina en Mclaren náði þó að sannfæra þá um að setja uppistandarann Andrew Dice Clay á “pay per view” þar sem hann hafði nýlega verið bannaður af öllum helstu bandarísku sjónvarpsstöðvunum. Uppistandið færði SEG milljónir en hluti af þeim hagnaði var notaður í framleiðslu á fyrstu UFC keppninni.
  8. Boxarinn Art Jimmerson var á 15 bardaga sigurgöngu þegar kom að UFC 1. Hann var á leiðinni að fá titilbardaga og á topp 10 yfir bestu boxara heims. UFC hljómaði eins og “easy money” fyrir hann svo hann ákvað að slá til. SEG bauð Jimmerson að fá borgað að hluta í hlutabréfum í UFC en hann neitaði því. Á þessum tíma voru nokkrir stórir bardagar famundan í boxinu. Jimmerson vildi ekki eiga í hættu á að meiðast á höndinni og ákvað því að keppa með einn boxhanska á vinstri hönd. Jimmerson var mjög sjálfsöruggur fyrir bardagann. Hann skuggaboxaði inn í klefa fyrir framan John McCarthy og spurði “Hvernig ætlar hann (Royce Gracie) að komast framhjá þessu” og jabbaði nálægt andliti McCarthy. McCarthy fór þá í einfalda fellu og náði honum strax niður. Jimmerson varð ansi stressaður við þetta og var sannfærður um að Royce Gracie myndi brjóta alla útlimi sína!

Hægt er að sjá alla bardagana hér

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

3 COMMENTS

  1. Það er fáranlega gaman að lesa um UFC 1, það var svo mikill óvissa með þetta card og að það væru eiginlega engar reglur, samkvæmt Ken Shamrock þá héldu sumir sem voru að fara keppa að þeir gætu mögulega dáið..

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular