spot_img
Tuesday, January 7, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Robbie Lawler ver veltivigtartitilinn með rothöggi í 5. lotu

UFC 189: Robbie Lawler ver veltivigtartitilinn með rothöggi í 5. lotu

ufc189big_mendesUFC 189 hefur verið hreinlega geggjað bardagakvöld! Titilbardagi Robbie Lawler og Rory MacDonald var frábær skemmtun og tókst Lawler að sigra í sinni fyrstu titilvörn.

Bardaginn byrjaði rólega og var MacDonald yfirvegaður og tæknilegur. Hann stjórnaði miðjunni í fyrstu lotu og bauluðu áhorfendur um tíma. Í 2. lotu hófst fjörið fyrir alvöru og skiptust þeir á höggum en Lawler stjórnaði miðjunni og tók 2. lotu.

Í 3. lotu setti MacDonald mikla pressu á Lawler og vankaði hann með hásparki. MacDonald virtist nálægt því að klára bardagann en Lawler lifði lotuna af og trylltust áhorfendur. Í 4. lotu stjórnaði MacDonald bardaganum en náði ekki að setja Lawler í mikla hættu.

Í 5. lotu snérist taflið svo við. Lawler stjórnaði ferðinni og smellhitti svo með eitraðri beinni vinstri beint á mölbrotið nef MacDonald. Kanadamaðurinn lagðist niður og fylgdi Lawler högginu eftir í gólfinu þangað til dómarinn stöðvaði bardagann.

Frábær sigur í fyrstu titilvörn Robbie Lawler. Samkvæmt dómarablöðunum sigraði MacDonald þrjár lotur og Lawler eina þannig að Lawler þurfti nauðsynlega að klára MacDonald til að sigra.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið