spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 194: Upphitunarbardagar kvöldsins (Prelims)

UFC 194: Upphitunarbardagar kvöldsins (Prelims)

ufc 194 2UFC 194 fer fram næsta laugardag. Við ætlum að hita vel upp fyrir bardagana á laugardaginn og kíkjum hér snögglega yfir upphitunarbardaga kvöldsins.

Á bardagakvöldinu eru 12 bardagar. Við munum birta sér grein fyrir alla fimm bardagana á aðalhluta bardagakvöldsins en hér förum við stuttlega yfir bardagana á undan.

Bantamvigt: Urijah Faber gegn Frankie Saenz

  • Frankie Saenz er ósigraður í þremur bardögum í UFC.
  • Faber tapaði síðast gegn Frankie Edgar. Það var fyrsta tap hans á ferlinum sem var ekki titilbardagi.
  • Faber er gríðarlega vinsæll bardagamaður
  • Saenz er í 13. sæti styrkleikalista UFC í bantamvigtinni
  • Síðasti bardaginn áður en aðalhluti bardagakvöldsins hefst
  • Þetta verður 41. bardagi Faber á ferlinum
  • Þetta verður 13. bardagi Saenz á ferlinum sem er þó bara einu ári yngri en hinn 36 ára Faber

Strávigt kvenna: Tecia Torres gegn Jocelyn Jones-Lybarger

  • Tecia Torres er í fimmta sæti á styrkleikalista UFC
  • Jocelyn Jones-Lybarger kemur í stað Michelle Waterson sem meiddist
  • Fyrsti bardagi Jones-Lybarger í UFC
  • Torres var í 20. seríu The Ultimate Fighter
  • Torres hefur sigrað báða bardagana sína í UFC

Veltivigt: Warlley Alves gegn Colby Covington

  • Tveir efnilegir í veltivigtinni sem mætast hér
  • Eru báðir 3-0 í UFC
  • Alves vann þriðju seríu TUF Brazil
  • Við sáum Covington síðast vinna Mike Pyle fremur óvænt

Léttvigt: Leonardo Santos gegn Kevin Lee

  • Santos er afar fær gólfglímumaður og er fjórfaldur heimsmeistari í BJJ
  • Kevin Lee þykir efnilegur bardagamaður og sigrað fjóra bardaga í röð
  • Lee er 23 ára á meðan Santos er 35 ára, reynslan gegn framtíðinni
  • Santos vann Georges St. Pierre á ADCC 2005
  • Lee hætti snemma í skóla til að einbeita sér að MMA

Léttvigt: Joe Proctor gegn Magomed Mustafaev

  • Rússinn Mustafaev hefur sigrað 11 bardaga í röð
  • Proctor æfir með Joe Lauzon
  • Mustafaev hefur aldrei farið allar þrjár loturnar
  • Proctor var í 15. seríu The Ultimate Fighter
  • Mustafaev hefur klárað sjö bardaga í fyrstu lotu

Léttvigt: John Madkessi gegn Yancy Medeiros

  • Þessi bardagi gæti auðveldlega orðið flugeldasýning
  • Madkessi barðist síðast við Donald Cerrone í maí. Cerrone kjálkabraut hann í 2. lotu.
  • Enginn af sex bardögum Medeiros í UFC hefur farið allar þrjár loturnar
  • Madkessi er með níu sigra eftir rothögg

Veltivigt: Court McGee gegn Márcio ‘Lyoto’ Alexandre Jr.

  • McGee vann 11. seríu The Ultimate Fighter
  • Alexandre er með 11 sigra, þar af eru tíu eftir rothögg
  • McGee hefur ekkert barist síðan í desember 2013
  • Alexandre hefur tapað báðum UFC bardögunum sínum
  • Öll töp McGee eru eftir dómaraákvörðun

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst á miðnætti að íslenskum tíma. Íslendingar geta horft á alla bardagana á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular