spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 195 verður stærsti kvennaviðburður í sögu MMA

UFC 195 verður stærsti kvennaviðburður í sögu MMA

Ronda-RouseyRonda Rousey mætir Holly Holm á UFC 195 um bantamvigtarbeltið. Strávigtarmeistarinn Joanna Jedrzejczyk mun einnig berjast sama kvöld og er því óhætt að segja að UFC 195 verði hálfgert kvennakvöld.

UFC 195 fer fram þann 2. janúar í Las Vegas. Joanna Jedrzejczyk mun verja strávigtartitil sinn og verður Claudia Gadelha líklegast hennar andstæðingur. Rousey verður því í aðalbardaganum á meðan Jedrzejczyk verður í næstsíðasta bardaga kvöldsins (co-main event). Aldrei áður hafa báðir kvennameistarar UFC barist á sama kvöldi.

UFC hefur tekið 180 gráðu beygju þegar það kemur að konum í MMA. Ekki er svo langt síðan forseti UFC, Dana white, sagðist aldrei ætla að hleypa konum í UFC. Ronda Rousey breytti skoðun hans á kvenna MMA og er óhætt að segja að hún sé stærsta stjarna UFC í dag.

Rousey hefur vakið ótrúlega athygli og birst á forsíðu Sports Illustrated, leikið í kvikmyndum á borð við Entourage, Expendables 3 og Furious 7 og verið gestur í vinsælum spjallþáttum svo fátt eitt sé nefnt. Hún er nú ein af tíu tekjuhæstu konunum í íþróttaheiminum í dag. Jedrzejczyk er ekki eins fræg utan MMA en hún hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn í MMA síðan hún varð strávigtarmeistari UFC í febrúar.

Á tímabili þorði UFC ekki að setja Rousey í aðalbardaga. Í tvígang var hún í næstsíðasti bardagi kvöldsins á eftir Chris Weidman. Í raun var hún þrívegis í næstsíðasta bardaga kvöldsins á eftir Weidman en á UFC 184 átti Chris Weidman að vera í aðalbardaganum en Weidman meiddist skömmu fyrir viðburðinn og var bardagi Rousey og Cat Zingano gerður að aðalbardaga UFC 184.

Tölurnar hafa hins vegar sýnt að Rousey þarf ekki aðra stjörnu með sér til að selja PPV (Pay per view). UFC 190 þótti ekki merkilegt á pappírum en talið er að nálægt milljón heimili hafi keypt UFC 190 og er það Rousey að öllu leiti að þakka. Það er því skemmtilegt að sjá sviðsljósið beinast að konunum á UFC 195 þnn 2. janúar. Í fyrsta sinn í UFC verður bæði aðalbardagi og næstsíðasti bardagi kvöldsins í kvennaflokkunum.

Það hefur verið frábært að fylgjast með þeirri þróun sem íþróttin hefur tekið á síðustu árum. Áður fyrr var lítill áhugi á bardögum kvenna í MMA og tilheyrði allur peningurinn og áhorfið körlunum. Það er ekkert kvenna UFC eins og gengur og gerist í t.d. NBA (WNBA). Á hverju bardagakvöldi keppa konur og karlar á sama sviði undir sömu reglum.

MMA er orðið að fyrirmynd fyrir aðrar íþróttir í jafnréttisbaráttunni. Vonandi mun þetta leka yfir í aðrar íþróttagreinar og konur munu fá þá athygli sem þær eiga skilið.

Joanna Jedrzejczyk.
Joanna Jedrzejczyk.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular