spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 205 vigtun: Allir titilbardagarnir á dagskrá - Kelvin Gastelum getur ekki...

UFC 205 vigtun: Allir titilbardagarnir á dagskrá – Kelvin Gastelum getur ekki barist

ufc-205Formlega vigtunin fyrir UFC 205 er nú lokið. Allir nema Thiago Alves og Kelvin Gastelum náðu tilsettri þyngd og er bardagi Gastelum og Donald Cerrone ekki lengur á dagskrá.

Það var mikil spenna í vigtuninni sem fram fór einungis fyrir fjölmiðla í New York í morgun. Conor McGregor, Eddie Alvarez, Tyron Woodley, Stephen Thompson, Joanna Jedrzejczyk og Karolina Kowalkiewicz náðu öll tilsettri þyngd og fara því allir þrír titilbardagarnir fram.

Því miður mun bardagi Kelvin Gastelum og Donald Cerrone ekki fara fram á morgun. Kelvin Gastelum var 180 pund og því tíu pundum yfir veltivigtartakmarkinu. Gastelum gat ekki farið neðar en Donald Cerrone hafði þegar vigtað inn. Cerrone var að sjálfsögðu í réttri þyngd en í reglum New York ríkis segir að bardagamenn mega ekki vera meira en fimm pundum frá hvor öðrum á vigtinni. Þar sem Cerrone var búinn að vigta sig inn 170 pund og Gastelum 180 pund getur bardaginn ekki farið fram.

Donald Cerrone var víst mjög reiður enda ólmur í að berjast á þessu sögulega kvöldi. Gastelum reyndi ekki einu sinni að vigta sig inn og hélt kyrru fyrir upp á hótelherbergi sínu. Kelvin Gastelum birti röð tísta á Twitter þar sem hann baðst afsökunar.

Þetta er í þriðja sinn sem Gastelum nær ekki veltivigtartakmarkinu en hann var á sínum tíma skipaður upp í millivigt. Þar barðist hann bara einn bardaga áður en hann fékk að fara aftur niður í veltivigt. Enn einu sinni hefur Gastelum lofað að koma sínum vigtarmálum í lag en óvíst er hvort hann fái annað tækifæri á því í veltivigtinni.

Thiago Alves náði ekki heldur þyngd en þetta átti að vera frumraun hans í léttvigt. Alves var 162,6 pund en Alves kvaðst hafa verið með magakveisu alla vikuna. Á þessum tíma hafði andstæðingur hans. Jim Miller, ekki vigtað sig inn en var orðinn 155 pund og því náð léttvigtartakmarkinu. Til að bardaginn gæti farið fram þurfti Miller að þyngja sig upp um nokkur pund svo það væri ekki meira en fimm punda munur á þeim. Miller vigtaði sig því inn 157,6 pund.

Sjónvarpsvigtunin fer svo fram kl 23 í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular