0

UFC 211 úrslit

UFC 211 fór fram í nótt í Dallas í Texas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Stipe Miocic hefndi fyrir tapið gegn Junior dos Santos árið 2014 með sigri í kvöld. Miocic kýldi dos Santos niður með beinni hægri upp við búrið og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu.

Joanna Jedrzejczyk varði strávigtartitil sinn í fimmta sinn er hún sigraði Jessicu Andrade eftir dómaraákvörðun. Andrade náði inn einstaka þungum höggum í bardaganum en annars stjórnaði Jedrzejczyk bardaganum allan tímann og vann allar loturnar. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins:

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Stipe Miocic sigraði Junior dos Santos með tæknilegu rothöggi eftir 2:22 í 1. lotu.
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk sigraði Jéssica Andrade eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Demian Maia sigraði Jorge Masvidal eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Frankie Edgar sigraði Yair Rodríguez með tæknilegu rothöggi (læknir stöðvaði bardagann) eftir 5:00 í 2. lotu.
Millivigt: David Branch sigraði Krzysztof Jotko eftir klofna dómaraákvörðun.

FX upphitunarbardagar

Léttvigt: Eddie Alvarez og Dustin Poirier var dæmdur ógildur eftir ólögleg hnéspörk eftir 4:12 í 2. lotu.
Fjaðurvigt: Jason Knight sigraði Chas Skelly með tæknilegu rothögg eftir 0:39 í 3. lotu.
Þungavigt: Chase Sherman sigraði Rashad Coulter með rothöggi eftir 3:36 í 2. lotu.
Léttvigt: James Vick sigraði Marco Polo Reyes með tæknilegu rothöggi eftir 2:39 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Strávigt kvenna: Cortney Casey sigraði Jessica Aguilar eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Enrique Barzola sigraði Gabriel Benítez eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Gadzhimurad Antigulov sigraði Joachim Christensen með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:21 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.