0

UFC 212 úrslit

ufc 212UFC 212 fór fram í nótt í Rio de Janeiro í Brasilíu. Óhætt er að segja að bardagakvöldið hafi staðið undir væntingum en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Max Holloway er óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC eftir sigur á Jose Aldo. Holloway kláraði Aldo með tæknilegu rothöggi í 3. lotu í spennuþrungnum bardaga. Aldo byrjaði bardagann vel en Holloway kom mjög öflugur til leiks í 3. lotu.

Holloway kýldi Aldo niður og lét höggin dynja á Aldo í 3. lotu. Aldo reyndi að verjast og hreyfa sig en Holloway hélt sér ofan á og náði þungum höggum inn. Aldo var hættur að reyna að hreyfa sig og kaus dómarinn að stöðva bardagann eftir 4:13 í 3. lotu.

Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Max Holloway sigraði José Aldo með tæknilegu rothöggi eftir 4:13 í 3. lotu.

Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha sigraði Karolina Kowalkiewicz með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:03 í 1. lotu.
Millivigt: Vitor Belfort sigraði Nate Marquardt eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Paulo Borrachinha sigraði Oluwale Bamgbose með tæknilegu rothöggi eftir 1:06 í 2. lotu.
Veltivigt: Yancy Medeiros sigraði Erick Silva með tæknilegu rothöggi eftir 2:01 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar

Bantamvigt: Raphael Assunção sigraði Marlon Moraes eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Antônio Carlos Júnior sigraði Eric Spicely með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:49 í 2. lotu.
Bantamvigt: Matthew Lopez sigraði Johnny Eduardo með tæknilegu rothöggi eftir 2:57 í 1. lotu.
Bantamvigt: Brian Kelleher sigraði Iuri Alcântara með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:48 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Viviane Pereira sigraði Jamie Moyle eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Luan Chagas sigraði Jim Wallhead með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:48 í 2. lotu.
Fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði Marco Beltrán með tæknilegu rothöggi eftir 5:00 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.