spot_img
Thursday, December 26, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 213 úrslit

UFC 213 úrslit

UFC 213 fór fram í nótt í Las Vegas. Þeir Robert Whittaker og Yoel Romero mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Eins og við greindum frá í gærkvöldi féll bardagi Amöndu Nunes og Valentinu Shevchenko niður vegna veikinda Nunes. Því var bardagi Whittaker og Romero færður í aðalbardaga kvöldsins og stóð hann undir væntingum.

Bardaginn var hnífjafn og spennandi en það var Whittaker sem fór með sigur af hólmi. Romero vann fyrstu tvær loturnar en Whittaker kom sterkur til baka og vann seinustu þrjár loturnar. Þetta var skemmtilegur og flottur bardagi en Robert Whittaker er nú bráðabirgðarmeistarinn í millivigtinni.

Hann mun svo mæta Michael Bisping síðar á þessu ári og verða beltin þá sameinuð. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í millivigt: Robert Whittaker sigraði Yoel Romero eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Fabrício Werdum eftir meirihluta dómaraákvörðun.
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Daniel Omielańczuk eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Anthony Pettis sigraði Jim Miller eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Rob Font sigraði Douglas Silva de Andrade með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 4:36 í 2. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Þungavigt: Oleksiy Oliynyk sigraði Travis Browne með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:44 í 2. lotu.
Veltivigt: Chad Laprise sigraði Brian Camozzi með tæknilegu rothöggi eftir 1:27 í 3. lotu.
Millivigt: Thiago Santos sigraði Gerald Meerschaert með tæknilegu rothöggi eftir 2:04 í 2. lotu.
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Jordan Mein eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Cody Stamann sigraði Terrion Ware eftir dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Trevin Giles sigraði James Bochnovic með rothöggi eftir 2:54 í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular