UFC 229 sló öll áhorfsmet um síðustu helgi. Um er að ræða stærsta bardagakvöld í sögu UFC með tilliti til áhorfstala.
UFC seldi 2,4 milljón áskriftir (pay per view) fyrir bardagakvöldið á laugardaginn og er það mikil bæting frá fyrra pay per view meti. Fyrra metið var 1,6 milljón pay per view en það var UFC 202 þar sem Conor McGregor mætti Nate Diaz. Þeir Khabib og Conor fá hluta af sölunni og er það stærsti hlutinn af tekjum þeirra frá bardaganum sjálfum.
Conor McGregor á þar með fjögur af fimm stærstu pay per view metum í sögu UFC.
1. UFC 229: Khabib Nurmagomedov vs. Conor McGregor – 2.400.000
2. UFC 202: Nate Diaz vs. Conor McGregor 2 – 1.600.000
3. UFC 196: Conor McGregor vs. Nate Diaz – 1.317.000
4. UFC 205: Eddie Alvarez vs. Conor McGregor – 1.300.000
5. UFC 100: Brock Lesnar vs. Frank Mir – 1.300.000
Til samanburðar voru aðeins 130.000 pay per view seld fyrir UFC 228 í september þar sem þeir Darren Till og Tyron Woodley mættust í aðalbardaga kvöldsins.