0

UFC 231: Elias Theodorou með umdeildan sigur og Jessica Eye biður um titilbardaga

UFC 231 í Toronto er nú tæplega hálfnað. Tveir bardagar sem fóru allar loturnar og enduðu eftir klofna dómaraákvörðun.

Fimmti bardagi kvöldsins var á milli Eryk Anders og Elias Theodorou í millivigt. Eryk Anders byrjaði á að pressa stíft á meðan Elias bakkaði stöðugt. Elias reyndi að bregðast við pressunni með spörkum hér og þar en Anders hélt áfram að gera sitt. Í 2. lotu var sami barningur og í 1. lotu en um miðbik lotunnar náði Anders að vanka Elias með beinni vinstri. Anders var samt ágætlega þolinmóður og ekki að missa sig en reyndi að klára bardagann. Elias sýndi þó hve ótrúlega harður hann er og tókst að lifa af lotuna.

Í 3. lotu var það sama upp á teningnum. Elias með klunnaleg, skrítin en mörg högg sem er oft erfitt að eiga við. Anders hélt sömu pressu áfram en Elias með spörk hér og þar og óvenjuleg högg. Bardaginn fór allar þrjár loturnar þar sem Elias vann óvænt eftir klofna dómaraákvörðun.

Jessica Eye og Kaitlyn Chookagian mættust í mikilvægum bardaga í fluguvigt kvenna. Sigurvegarinn hér er líklegur til að fá titilbardaga í flokknum á eftir titilbardaga kvöldsins auðvitað. Bardaginn var fínasta skemmtun þar sem Jessica Eye stjórnaði pressunni og skiptust þær á höggum. Bardaginn var nær allan tímann standandi fyrir utan smá stund í lok 1. lotu og í 3. lotu. Að lokum sigraði Jessica Eye eftir klofna dómaraákvörðun og var hæstánægð með sigurinn. Eye óskaði eftir titilbardaga og vill mæta sigurvegaranum í viðureign Valentinu Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk.

Mynd: Snorri Björns.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.