Thursday, April 25, 2024
HomeErlentUFC 231: Besti bardagi kvöldsins hingað til og nýr áskorandi í strávigt

UFC 231: Besti bardagi kvöldsins hingað til og nýr áskorandi í strávigt

Mynd: Snorri Björns.

Upphitunarbardagar kvöldsins eru búnir. Þar tapaði enn einn Kanada maðurinn og Nina Ansaroff kom sér í toppbaráttuna.

Þeir Olivier Aubin-Mercier og Gilbert Burns mættust í léttvigt. Það var geggjuð stemning í höllinni þegar þeir mættust enda Olivier vinsæll heimamaður. Gilbert Burns náði snemma frábærri fellu þar sem hann lyfti Olivier hátt upp og skellti honum í gólfið. Burns kýldi svo Olivier niður með vinstri krók í 1. lotu og leit út fyrir að hann myndi klára bardagann. Olivier náði þó að lifa af og kláraðist lotan þar sem Burns var að reyna að ná armlás af bakinu. Frábær lota.

Í 2. lotu byrjaði Burns á að bomba í skrokkinn með frábæru sparki og var Olivier strax orðinn vel rauður á skrokknum eftir sparkaði. Gilbert Burns kýldi Olivier svo aftur niður með hægri krók og tók hann niður í lok lotunnar. Í 3. lotu náði Burns aftur fellu en lotan kláraðist þar sem þeir skiptust á höggum í frábærum bardaga. Burns sigraði eftir einróma dómaraákvörðun í besta bardaga kvöldsins hingað til. Kanadamenn tapað þremur af fimm bardögum kvöldsins.

Þær Claudia Gadelha og Nina Ansaroff mættust í strávigt kvenna. Gadelha náði fellu í 1. lotu og náði að stjórna Ansaroff í smá tíma í gólfinu. Ninu tókst að koma sér á fætur og náði m.a. frábæru hliðarsparki beint í andlit Gadelhu.

Í 2. lotu var Nina hreyfanleg með stunguna á meðan Gadelha var að reyna að ná „clinchinu“ stöðugt. Gadelha náði fellunni en gerði ekki mikið með hana. Í 3. lotu fór Gadelha í tvær tilraunir til að ná fellu á fyrstu tíu sekúndunum en Nina varðist. Gadelha var í vandræðum með að setja upp fellurnar á meðan Nina var að ná inn höggum hér og þar. Að lokum sigraði Nina Ansaroff eftir einróma dómaraákvörðun, 29-28 og var unnusta Ninu, Amanda Nunes, hæstánægð með sigurinn og fagnaði innilega.

Aðeins tveir bardagar í að Gunnar Nelson berjist!

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular