spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 231: Hakeem með sigur eftir klofna dómaraákvörðun

UFC 231: Hakeem með sigur eftir klofna dómaraákvörðun

Mynd: Snorri Björns.

Annar bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins á UFC 231 var að klárast. Þar sáum við Hakeem Dawodu sigra Kyle Bochniak í fremur tilþrifalitlum bardaga.

Bardaginn fór fram í fjaðurvigt þar sem þeir Kyle Bochniak og Hakeem Dawodu mættust. Kyle byrjaði á ða vera hreyfanlegur og þeir skiptust aðeins á höggum án þess að gera mikinn skaða. Kyle reyndi nokkrar fellur út bardagann en Hakeem varðist vel og náði nokkrum höggum inn á milli.

Hakeem var einu sinni tekinn niður en Kyle náði ekki að gera neinn mikinn skaða eða halda ohnum lengi niðri. Báðir voru að hitta án þess að vanka hvorn annan. Að lokum sigraði Hakeem eftir klofna dómaraákvörðun þar sem tveir dómarar gáfu honum sigurinn (30-27) á meðan sá þriðji taldi að Kyle hefði unnið (29-28).

Núna er Gunnar Nelson bara næstur!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular