Tuesday, September 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 231: Gunnar með sigur í 2. lotu

UFC 231: Gunnar með sigur í 2. lotu

Mynd: Snorri Björns.

Gunnar Nelson var rétt í þessu að sigra Alex Oliveira eftir hengingu í 2. lotu. Bardaginn var alls ekki auðveldur fyrir Gunnar en frammistaðan frábær!

Bardaginn var þriðji bardaginn á aðalhluta UFC 231 í Toronto. Oliveira byrjaði með einu lágsparki í Gunnar. Gunnar stökk skömmu síðar inn með högg og náði „clinchinu“ þar sem hann kom bardaganum að búrinu. Oliveira byrjaði strax með olnboga í hausinn þegar Gunnar reyndi að taka hann niður. Gunnar náði svo læsa góðri fellu, lyfti Oliveira upp og ætlaði að kasta honum en Oliveira greip augljóslega í búrið og hélt sér standandi. Dómarinn gerði hlé á bardagnum og gaf Oliveira viðvörun. Sá brasilíski baðst strax afsökunar og sennilega ósjálfráð viðbrögð en Gunnar náði samt ekki fellunni. Þeir byrjuðu því aftur upp við búrið.

Upp við búrið gerði Gunnar það sama, náði fellu og komst svo á bakið. Oliveira varðist vel og náði að snúa inn í Gunnar í „guardið“ hans. Þar var Oliveira óhræddur og lét nokkur högg dynja á Gunnari. Gunnar reyndi að ná „sweepi“ (snúa stöðunni við) en tókst ekki fyrr en skammt var eftir af lotunni. Gunnar reyndi að fara í fótalás en Oliveira varðist og klárðist lotan.

Í 2. lotu sótti Oliviera í „clinchið“ og reyndi að taka Gunnar niður sem var nokkuð sem kom á óvart. Eftir smá baráttu náði Gunnar að snúa stöðunni við upp við búrið og taka Oliveira niður og eiginlega strax í „mount“! Kjörstaða komin og nóg eftir af lotunni.

Gunnar tók sér sinn tíma og var þolinmóður en Oliveira límdi sig utan um Gunnar til að forðast þung högg. Gunnar reyndi að finna opnanir en Oliveira hélt áfram utan um Gunnar. Gunnar náði svo stjórn á úlnliðum Oliveira og kom með þunga olnboga í Oliveira. Nokkrir olnbogar fylgdu og leit út fyrir að Oliveira vildi ekki vera lengur þarna. Það fossaði blóðið úr Oliveira eftir grimma olnboga frá Gunnari. Oliveira gaf á sér bakið og var Gunnar ekki lengi að læsa hengingunni. Oliveira tappaði út eftir 4:17 í 2. lotu eftir „rear naked choke“.

Erfiður bardagi en frábær sigur fyrir Gunnar og hans stærsti á ferlinum! Oliveira var harður og erfiður viðureignar en Gunnar sýndi enn einu sinni magnaða takta í gólfinu til að klára þetta.

Gunnar sagði í viðtalinu eftir bardagann að þetta hefði ekki alveg farið eins og hann bjóst við en endaði eins og hann vonaði eftir. Glæsilegur sigur hjá Gunnari og er hann núna 17-3-1 á MMA ferlinum og 8-3 í UFC.

Mynd: Snorri Björns.
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular