0

UFC 231: Valentina Shevchenko nýr fluguvigtarmeistari kvenna

UFC 231 heldur áfram en í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þær Valentina Shevchenko og Joanna Jedrzejczyk um lausan fluguvigtartitil kvenna.

Valentina byrjaði bardagann vel og náði flottu kasti í 1. lotu. Joanna kom sér upp án þess að taka mikinn skaða og var mikið um „clinch“ baráttu í bardaganum. Þær skiptust á spörkum í bardaganum en Valentina var að stjórna bardaganum með því að vinna þessa erfiðu „clinch“ baráttu og ná fellum. Valentina tók flott hringspörk inn á milli og var farið að blæða úr þeirri pólsku í 3. lotu. Í 5. lotu náði Valentina geggjuðu snúningssparki í skrokk Joanna og hélt áfram að vinna „clinch“ baráttuna.

Bardaginn fór allar fimm loturnar þar sem Valentina sigraði 49-46. Valentina einfaldlega betri standandi, með betri fellur og betri í „clinchinu“. Hún hafði lengi beðið eftir tækifærinu á að vinna titil og var afar sátt með sigurinn. Skemmtilegur bardagi og er Valentina Shevchenko verðskuldaður fluguvigtarmeistari kvenna í UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.