Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentUFC 239 úrslit

UFC 239 úrslit

UFC 239 fór fram í nótt. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Jon Jones heldur beltinu en bardaginn var tæpur. Thiago Santos átti sín augnablik en bardaginn fór fram í standandi viðureign allan tímann. Jones endaði á að sigra eftir klofna dómaraákvörðun en frammistaðan var ekki sú besta hjá Jones.

Amanda Nunes rotaði Holly Holm í 1. lotu með hásparki. Nunes hefur þar með klárað alla bantamvigtarmeistara kvenna (Miesha Tate, Ronda Rousey og Holly Holm) með rothöggi í 1. lotu.

Fljótasta rothögg ársins sást í bardaga Ben Askren og Jorge Masvidal. Masvidal byrjaði bardagann á að spretta að Askren og Askren reyndi fellu en fljúgandi hné Masvidal smellhitti á Askren. Askren rotaðist strax og stöðvaði dómarinn bardagann eftir fimm sekúndur en dómarinn hefði getað verið stöðvaður fyrr. Þetta er þar með fljótasta rothögg í sögu UFC og magnaður sigur Masvidal. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones sigraði Thiago Santos eftir klofna dómaraákvörðun (48-47, 47-48, 48-47).
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes sigraði Holly Holm með rothöggi (head kick and punches) eftir 4:10 í 1. lotu.
Veltivigt: Jorge Masvidal sigraði Ben Askren með rothöggi (flying knee) eftir 5 sekúndur í 1. lotu.
Léttþungavigt: Jan Błachowicz sigraði Luke Rockhold með rothöggi (punches) eftir 1:39 í 2. lotu.
Veltivigt: Michael Chiesa sigraði Diego Sanchez eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-26).

ESPN upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Arnold Allen sigraði Gilbert Melendez eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Marlon Vera sigraði Nohelin Hernandez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:25 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Cláudia Gadelha sigraði Randa Markos eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Yadong Song sigraði Alejandro Pérez með rothöggi eftir 2:04 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Millivigt: Edmen Shahbazyan sigraði Jack Marshman með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:12 í 1. lotu.
Veltivigt: Chance Rencountre sigraði Ismail Naurdiev eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Julia Avila sigraði Pannie Kianzad eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular