Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentLuke Rockhold kjálkabrotinn

Luke Rockhold kjálkabrotinn

Embed from Getty Images

Luke Rockhold var rotaður í gær af Jan Blachowicz á UFC 239. Þetta var fimmta tap Rockhold eftir rothögg og kjálkabrotnaði hann í kjölfarið.

Luke Rockhold mætti Jan Blachowicz í gær en þetta var fyrsti bardagi hans í léttþungavigt. Mikil spenna var fyrir bardagann og tilhlökkun á að sjá Rockhold í nýjum þyngdarflokki.

Rockhold var rotaður af Blachowicz í 2. lotu en hann hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og allt eftir rothögg. Öll fimm töp Rockhold á ferlinum eru eftir rothögg.

Dana White, forseti UFC, sagði í gær að Rockhold ætti að íhuga það að leggja hanskana á hilluna. Að sögn Dana kjálkabrotnaði Rockhold í gær og er það í annað sinn sem það gerist hjá Rockhold.

Rockhold er með fína aukavinnu sem fyrirsæta og hefur setið fyrir hjá Ralph Lauren. Rockhold á einmitt að mæta í myndatöku hjá Ralph Lauren eftir tvær vikur og spurning hvort hann geti það ennþá eftir kjálkabrotið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular