Luke Rockhold var rotaður í gær af Jan Blachowicz á UFC 239. Þetta var fimmta tap Rockhold eftir rothögg og kjálkabrotnaði hann í kjölfarið.
Luke Rockhold mætti Jan Blachowicz í gær en þetta var fyrsti bardagi hans í léttþungavigt. Mikil spenna var fyrir bardagann og tilhlökkun á að sjá Rockhold í nýjum þyngdarflokki.
Rockhold var rotaður af Blachowicz í 2. lotu en hann hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og allt eftir rothögg. Öll fimm töp Rockhold á ferlinum eru eftir rothögg.
Dana White, forseti UFC, sagði í gær að Rockhold ætti að íhuga það að leggja hanskana á hilluna. Að sögn Dana kjálkabrotnaði Rockhold í gær og er það í annað sinn sem það gerist hjá Rockhold.
Rockhold er með fína aukavinnu sem fyrirsæta og hefur setið fyrir hjá Ralph Lauren. Rockhold á einmitt að mæta í myndatöku hjá Ralph Lauren eftir tvær vikur og spurning hvort hann geti það ennþá eftir kjálkabrotið.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Myndband: UFC 245 Countdown - December 9, 2019
- Mynd: Vör Alistair Overeem illa skorin - December 8, 2019
- Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Rozenstruik - December 8, 2019