Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentUFC 247 Countdown

UFC 247 Countdown

UFC 247 fer fram á laugardaginn í Houston, Texas. Tveir titilbardagar eru á dagskrá en hér má sjá Countdown þættina fyrir bardagakvöldið.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jon Jones og Dominick Reyes. Jones er einn sigursælasti meistari í sögu MMA en síðustu tvær frammistöður hans hafa verið ósannfærandi. Reyes er ósigraður áskorandi en hann hefur unnið alla sex bardaga sína í UFC.

Jones var ósammála mörgum ummælum sem Reyes lét hafa eftir sér í þættinum og svaraði honum á Twitter.

Valentina Shevchenko og Katlyn Chookagian mætast um fluguvigtarbeltið en Shevchenko er talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular