spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 247 úrslit

UFC 247 úrslit

UFC 247 fór fram í nótt í Houston, Texas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Báðir meistararnir héldu beltunum sínum í kvöld en með mjög ólíkum hætti. Dominick Reyes átti frábæra frammistöðu gegn Jon Jones og var Jones í vandræðum framan af. Jones gekk betur í 4. og 5. lotu en Reyes átti góð augnablik einnig.

Jones sigraði eftir dómaraákvörðun og voru margir ósammála dómaraákvörðuninni. Áhorfendur bauluðu en Jones hélt beltinu sínu eftir gríðarlega jafnan bardaga. Einn dómarinn dæmdi Jones fjórar lotur í vil sem vakti athygli.

Valentina Shevchenko fór létt með Katlyn Chookagian í fluguvigt kvenna. Shevchenko tók Chookagian niður í hverri lotu og kláraði Chookagian með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Gríðarlega sannfærandi sigur hjá Shevchenko og sýndi hún aftur gæðamuninn sem er á toppnum í flokknum.

Bardagakvöldið fór fram í Texas og voru nokkrar skrítnar dómaraákvarðanir á bardagakvöldinu. Fjórir bardagar enduðu eftir klofna dómaraákvörðun og voru nokkur skorspjöld sérstök. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttþungavigt: Jon Jones sigraði Dominick Reyes eftir dómaraákvörðun (48-47, 48-47, 49-46).
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Katlyn Chookagian með tæknilegu rothöggi eftir 1:03 í 3. lotu.
Þungavigt: Justin Tafa sigraði Juan Adams með tæknilegu rothöggi eftir 1:59 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Dan Ige sigraði Mirsad Bektić eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 29–28, 29–28).    
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Ilir Latifi eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).

ESPN upphitunarbardagar:

Millivigt: Trevin Giles sigraði James Krause eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy sigraði Andrea Lee eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 30-27).
Veltivigt: Khaos Williams sigraði Alex Morono með rothöggi eftir 27 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Mario Bautista sigraði Miles Johns með tæknilegu rothöggi (flying knee and punches) eftir 1:41 í 2. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Journey Newson sigraði Domingo Pilarte með tæknilegu rothöggi eftir 38 sekúndur í 1. lotu.
Bantamvigt: Andre Ewell sigraði Jonathan Martinez eftir klofna dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Youssef Zalal sigraði Austin Lingo eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular