UFC 250 fer fram á laugardaginn í Las Vegas. Annar þátturinn í Embedded seríunni er kominn fyrir bardagakvöldið.
Amanda Nunes mætir Felicia Spencer um fjaðurvigtartitil kvenna í aðalbardaga kvöldsins. Nunes er ríkjandi meistari í bantam- og fjaðurvigt en þetta verður fyrsta titilvörn hennar í fjaðurvigt.
Í þættinum fáum við að sjá Nunes mæta í UFC Performance Institute og taka létta æfingu. Nunes segist ætla að vera beitt eins og kaktus í bardaganum á laugardaginn.
Þeir Neil Magny og Cory Sandhagen berjast báðir á laugardaginn en þeir æfa saman hjá Team Elevation. Magny og Sandhagen skoðuðu búrið fyrir helgina en bardagarnir þessa dagana fara fram í minna búri. Neil Magny mætir Anthony Rocco Martin á laugardaginn og Sandhagen mætir Aljamain Sterling
Þáttinn má sjá hér að neðan.
- Úrslit UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar - January 16, 2021
- Dana White ætlar að greina frá ákvörðun Khabib í kvöld - January 16, 2021
- Hvenær byrjar UFC Fight Night: Holloway vs. Kattar? - January 16, 2021