spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 254 verður á evrópskum tíma

UFC 254 verður á evrópskum tíma

UFC 254 verður á góðum tíma hér á Íslandi ef marka má Dana White, forseta UFC. Bardagakvöldið fer fram í lok október á bardagaeyjunni.

Næsti bardagi Khabib Nurmagomedov verður á evrópskum tíma samkvæmt Dana White sem er frábært fyrir MMA aðdáendur á Íslandi. Khabib er einn þekktasti íþróttamaður Rússlands og er vinsæll en umdeildur í heimalandinu.

UFC 254 fer fram laugardaginn 24. október þar sem Khabib mætir Justin Gaethje í aðalbardaga kvöldsins. Fjölmargir spennandi bardagar eru á kvöldinu og á enn eftir að staðfesta nokkra.

Khabib barðist síðast í september 2019 á UFC 242 en það var einnig á Yas Island eins og UFC 254. Þá var bardagakvöldið á evrópskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins hófst þá kl. 19 á íslenskum tíma. Gera má ráð fyrir að UFC 254 verði á svipuðum tíma og þá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular